Sigríður Á. Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, telur að of mikil áhersla sé lögð á mat í umræðum um virðisaukaskatt. Þetta kom fram í Vikulokunum á Rás 1 um helgina.
Sigríður er þingkona Reykjavíkurkjördæmis suður fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir að Pétur Blöndal þingmaður féll frá.
Í þættinum sagði hún að það væri metnaðarmál sjálfstæðismanna að draga úr ógegnsæi og mismuninum milli þrepa í virðisaukaskattskerfinu og jafnframt „freistingu manna til að fara einhvern veginn í kringum kerfið“.
Þá sagði hún: „Það má ekki gleyma því að heimilin, þau kaupa meira en mat. Helst ættum við kannski öll að kaupa aðeins minna af mat.“ Hvatti hún til þess að horft yrði á stóru myndina og hætt „að fókusera á mat“.
Grískur almenningur spilltur
Einnig var rætt um málefni Grikklands. Sigríður sagði að almenningur í Grikklandi væri spilltur, ekki síður en stjórnmálamennirnir. „Menn hafa lesið fréttir og menn þekkja það að þarna fer almenningur á ellilífeyri mjög snemma. Og spillingin, hún grasserar ekki bara stjórnmálamönnum, hún grasserar líka hjá almenningi,“ sagði hún og bætti við:
Athugasemdir