Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Helfararsafnið vill útrýma Pokémonum

Helfar­arsafn­ið í Wasingt­on D.C vill losna við öll Pokémon-skrímsli út af safn­inu en fjöldi fólks legg­ur leið sína á safn­ið í þeim eina til­gangi að veiða þar dýr í tölvu­leikn­um Pokémon GO. „Spil­un þessa leiks er ekki við­eig­andi á safn­inu sem er til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb nas­ista,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Helfar­arsafns­ins en dýr sem gef­ur frá sér eit­urgas sást á vappi hjá sal þar sem birt­ar eru frá­sagn­ir fólks sem lifði af gas­klefa nas­ista.

Helfararsafnið vill útrýma Pokémonum
Doduo. Þessi tvíhöfða fugl stóð keikur við inngang safnsins, sem reist er til að heiðra minningu fórnarlamba nasista í síðari heimstyrjöldinni.

Vinsælasti tölvuleikur og mest notaða smáforrit heimsins í dag er leikurinn Pokémon Go. Út um alla borg má sjá fólk með augun límd við símana sína í stöðugri leit að Pokémon-skrímslum. Þessar gríðarlegu vinsældir hafa þó haft í för með sér óvæntar og óheppilegar uppákomur.

Helfararsafnið í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. er svokallað PokéStop í leiknum, þar sem leikmenn geta fengið ókeypis varning til þess að nota við spilun. Alls eru þrjú PokéStop inni á safninu.

„Spilun þessa leiks er ekki viðeigandi á safninu sem er til minningar um fórnarlömb nasista,“ sagði Andrew Hollinger, samskiptafulltrúi Helfararsafnsins, í samtali við Washington Post sem fjallaði um málið. „Við erum að reyna að leita allra leiða til þess að fá safnið útilokað úr leiknum.“

Vandræði Helfararsafnsins undirstrika hvernig smáforrit sem samtvinnast raunveruleikanum geta skapað erfiðar aðstæður, sérstaklega þegar eigendur fasteigna og svæða í raunveruleikanum hafa ekkert með það að segja hvernig rými þeirra eru notuð í forritunum.

Óviðeigandi eiturgas

Koffing.
Koffing. Pokémon dýr sem gefur frá sér eiturgas sást hjá sal sem geymir frásagnir gyðinga sem lifðu af gasklefa nasista.

Mynd sem gengið hefur á samfélagsmiðlum sýnir leikmann sem fann óheppilega stafræna skepnu innan í safninu: Pokémon sem kallast Koffing og gefur frá sér eitrað gas birtist hjá skilti merktu sal Helenu Rubinstein. Í salnum eru kynntar frásagnir gyðinga sem lifðu af gasklefa nasista. Ekki hefur fengist staðfest hvort myndin er raunveruleg eða ekki, en Hollinger segist hafa áhyggjur af því að skepnan skuli láta sjá sig á safninu. 

Fyrirtækið Niantic, sem stendur að baki leiknum, hefur ekki fengist til þess að svara spurningum um birtingu skrímslisins Koffing innan safnsins, eða því hvort einhver leið væri að verða við bón Helfararsafnsins um að koma í veg fyrir að Pokémonar geti skotið upp kollinum innan í byggingunni.

Hollinger hefur sagt safnið mjög fylgjandi því að gestir þess noti tækni til þess að auka á upplifun sína og deila reynslu sinni með öðrum en telur að leikurinn falli utan ramma þess sem viðeigandi er. 

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár