Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Helfararsafnið vill útrýma Pokémonum

Helfar­arsafn­ið í Wasingt­on D.C vill losna við öll Pokémon-skrímsli út af safn­inu en fjöldi fólks legg­ur leið sína á safn­ið í þeim eina til­gangi að veiða þar dýr í tölvu­leikn­um Pokémon GO. „Spil­un þessa leiks er ekki við­eig­andi á safn­inu sem er til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb nas­ista,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Helfar­arsafns­ins en dýr sem gef­ur frá sér eit­urgas sást á vappi hjá sal þar sem birt­ar eru frá­sagn­ir fólks sem lifði af gas­klefa nas­ista.

Helfararsafnið vill útrýma Pokémonum
Doduo. Þessi tvíhöfða fugl stóð keikur við inngang safnsins, sem reist er til að heiðra minningu fórnarlamba nasista í síðari heimstyrjöldinni.

Vinsælasti tölvuleikur og mest notaða smáforrit heimsins í dag er leikurinn Pokémon Go. Út um alla borg má sjá fólk með augun límd við símana sína í stöðugri leit að Pokémon-skrímslum. Þessar gríðarlegu vinsældir hafa þó haft í för með sér óvæntar og óheppilegar uppákomur.

Helfararsafnið í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. er svokallað PokéStop í leiknum, þar sem leikmenn geta fengið ókeypis varning til þess að nota við spilun. Alls eru þrjú PokéStop inni á safninu.

„Spilun þessa leiks er ekki viðeigandi á safninu sem er til minningar um fórnarlömb nasista,“ sagði Andrew Hollinger, samskiptafulltrúi Helfararsafnsins, í samtali við Washington Post sem fjallaði um málið. „Við erum að reyna að leita allra leiða til þess að fá safnið útilokað úr leiknum.“

Vandræði Helfararsafnsins undirstrika hvernig smáforrit sem samtvinnast raunveruleikanum geta skapað erfiðar aðstæður, sérstaklega þegar eigendur fasteigna og svæða í raunveruleikanum hafa ekkert með það að segja hvernig rými þeirra eru notuð í forritunum.

Óviðeigandi eiturgas

Koffing.
Koffing. Pokémon dýr sem gefur frá sér eiturgas sást hjá sal sem geymir frásagnir gyðinga sem lifðu af gasklefa nasista.

Mynd sem gengið hefur á samfélagsmiðlum sýnir leikmann sem fann óheppilega stafræna skepnu innan í safninu: Pokémon sem kallast Koffing og gefur frá sér eitrað gas birtist hjá skilti merktu sal Helenu Rubinstein. Í salnum eru kynntar frásagnir gyðinga sem lifðu af gasklefa nasista. Ekki hefur fengist staðfest hvort myndin er raunveruleg eða ekki, en Hollinger segist hafa áhyggjur af því að skepnan skuli láta sjá sig á safninu. 

Fyrirtækið Niantic, sem stendur að baki leiknum, hefur ekki fengist til þess að svara spurningum um birtingu skrímslisins Koffing innan safnsins, eða því hvort einhver leið væri að verða við bón Helfararsafnsins um að koma í veg fyrir að Pokémonar geti skotið upp kollinum innan í byggingunni.

Hollinger hefur sagt safnið mjög fylgjandi því að gestir þess noti tækni til þess að auka á upplifun sína og deila reynslu sinni með öðrum en telur að leikurinn falli utan ramma þess sem viðeigandi er. 

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár