Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Helfararsafnið vill útrýma Pokémonum

Helfar­arsafn­ið í Wasingt­on D.C vill losna við öll Pokémon-skrímsli út af safn­inu en fjöldi fólks legg­ur leið sína á safn­ið í þeim eina til­gangi að veiða þar dýr í tölvu­leikn­um Pokémon GO. „Spil­un þessa leiks er ekki við­eig­andi á safn­inu sem er til minn­ing­ar um fórn­ar­lömb nas­ista,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Helfar­arsafns­ins en dýr sem gef­ur frá sér eit­urgas sást á vappi hjá sal þar sem birt­ar eru frá­sagn­ir fólks sem lifði af gas­klefa nas­ista.

Helfararsafnið vill útrýma Pokémonum
Doduo. Þessi tvíhöfða fugl stóð keikur við inngang safnsins, sem reist er til að heiðra minningu fórnarlamba nasista í síðari heimstyrjöldinni.

Vinsælasti tölvuleikur og mest notaða smáforrit heimsins í dag er leikurinn Pokémon Go. Út um alla borg má sjá fólk með augun límd við símana sína í stöðugri leit að Pokémon-skrímslum. Þessar gríðarlegu vinsældir hafa þó haft í för með sér óvæntar og óheppilegar uppákomur.

Helfararsafnið í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. er svokallað PokéStop í leiknum, þar sem leikmenn geta fengið ókeypis varning til þess að nota við spilun. Alls eru þrjú PokéStop inni á safninu.

„Spilun þessa leiks er ekki viðeigandi á safninu sem er til minningar um fórnarlömb nasista,“ sagði Andrew Hollinger, samskiptafulltrúi Helfararsafnsins, í samtali við Washington Post sem fjallaði um málið. „Við erum að reyna að leita allra leiða til þess að fá safnið útilokað úr leiknum.“

Vandræði Helfararsafnsins undirstrika hvernig smáforrit sem samtvinnast raunveruleikanum geta skapað erfiðar aðstæður, sérstaklega þegar eigendur fasteigna og svæða í raunveruleikanum hafa ekkert með það að segja hvernig rými þeirra eru notuð í forritunum.

Óviðeigandi eiturgas

Koffing.
Koffing. Pokémon dýr sem gefur frá sér eiturgas sást hjá sal sem geymir frásagnir gyðinga sem lifðu af gasklefa nasista.

Mynd sem gengið hefur á samfélagsmiðlum sýnir leikmann sem fann óheppilega stafræna skepnu innan í safninu: Pokémon sem kallast Koffing og gefur frá sér eitrað gas birtist hjá skilti merktu sal Helenu Rubinstein. Í salnum eru kynntar frásagnir gyðinga sem lifðu af gasklefa nasista. Ekki hefur fengist staðfest hvort myndin er raunveruleg eða ekki, en Hollinger segist hafa áhyggjur af því að skepnan skuli láta sjá sig á safninu. 

Fyrirtækið Niantic, sem stendur að baki leiknum, hefur ekki fengist til þess að svara spurningum um birtingu skrímslisins Koffing innan safnsins, eða því hvort einhver leið væri að verða við bón Helfararsafnsins um að koma í veg fyrir að Pokémonar geti skotið upp kollinum innan í byggingunni.

Hollinger hefur sagt safnið mjög fylgjandi því að gestir þess noti tækni til þess að auka á upplifun sína og deila reynslu sinni með öðrum en telur að leikurinn falli utan ramma þess sem viðeigandi er. 

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár