Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ósáttur vefhönnuður notar heimasíðu kaffihúss í Keflavík í stríði við eigendur

Jó­hann Páll Krist­björns­son seg­ir að eig­end­ur kaffi­húss­ins Stefnu­móts skuldi sér laun. Á sín­um tíma bjó hann til heima­síðu kaffi­húss­ins, sem hann not­ar nú sem vett­vang til að gagn­rýna eig­end­ur og vinnu­brögð þeirra. Selma Krist­ín Ólafs­dótt­ir, einn eig­andi fé­lags­ins, seg­ir að skrif hans skemmi fyr­ir rekstr­in­um.

Ósáttur vefhönnuður notar heimasíðu kaffihúss í Keflavík í stríði við eigendur
Fær ekki laun Jóhann Páll Kristbjörnsson notar heimasíðuna til draga fram samskipti sín við eigendur. Mynd: Facebook

Það er ekki er hægt að segja að heimasíða Stefnumóts á Suðurnesjum sé góð auglýsing fyrir kaffihúsið. Heimasíðan hefur verið lögð undir stríð við eigendur kaffihússins, en Jóhann Páll Kristbjörnsson segir að eigendur kaffihússins neiti að greiða sér vangoldin laun. Hann skrifar um málið á heimasíðuna, sem hann bjó til á sínum tíma, en þar segir: 

„Á sínum tíma var þessi síða opnuð í þeim tilgangi að kynna kaffihúsið Stefnumót í Reykjanesbæ og koma á framfæri þeim viðburðum sem þar áttu að fara fram. Vegna virðingarleysis og vanefnda eigenda og rekstraraðila kaffihússins mun kaffistefnumot.is ekki þjóna þeim tilgangi lengur.

Ég undirritaður er eigandi lénsins kaffistefnumot.is, hef lagt út alla vinnu við uppsetningu og viðhald vefsins, er höfundur að firmamerki og kynningarefni því sem Stefnumót notar (í heimildarleysi), enda hefur aldrei verið greidd svo mikið sem ein króna fyrir þá vinnu sem sannarlega var innt af hendi.“ 

Á síðunni birtir Jóhann Páll einnig skjáskot af samskiptum sínum við eigendur félagsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár