Það er ekki er hægt að segja að heimasíða Stefnumóts á Suðurnesjum sé góð auglýsing fyrir kaffihúsið. Heimasíðan hefur verið lögð undir stríð við eigendur kaffihússins, en Jóhann Páll Kristbjörnsson segir að eigendur kaffihússins neiti að greiða sér vangoldin laun. Hann skrifar um málið á heimasíðuna, sem hann bjó til á sínum tíma, en þar segir:
„Á sínum tíma var þessi síða opnuð í þeim tilgangi að kynna kaffihúsið Stefnumót í Reykjanesbæ og koma á framfæri þeim viðburðum sem þar áttu að fara fram. Vegna virðingarleysis og vanefnda eigenda og rekstraraðila kaffihússins mun kaffistefnumot.is ekki þjóna þeim tilgangi lengur.
Ég undirritaður er eigandi lénsins kaffistefnumot.is, hef lagt út alla vinnu við uppsetningu og viðhald vefsins, er höfundur að firmamerki og kynningarefni því sem Stefnumót notar (í heimildarleysi), enda hefur aldrei verið greidd svo mikið sem ein króna fyrir þá vinnu sem sannarlega var innt af hendi.“
Á síðunni birtir Jóhann Páll einnig skjáskot af samskiptum sínum við eigendur félagsins.
Athugasemdir