Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Heilaæxlið óhreyft vegna verkfalls

Helga Að­al­steins­dótt­ir kenn­ari er með góðkynja heila­æxli sem þarf að fjar­lægja. Átti að fara í að­gerð í apríl þeg­ar verk­fall skall á.

Heilaæxlið óhreyft vegna verkfalls
Óvinnufær vegna síþreytu Helga kæmist til vinnu fljótlega eftir aðgerð en allt stendur fast vegna verkfalla. Mynd: Úr einkasafni.

Helga Aðalsteinsdóttir, kennari á Ísafirði, hefur verið vikum saman heima í veikindaleyfi vegna verkfalla. Hún er með góðkynja heilaæxli sem veldur síþreytu og því að hún getur ekki sinnt starfi sínu sem grunnskólakennari. Til stóð að skera burt hluta af æxlinu í apríl en verkföll heilbrigðisstétta hafa valdið því að hún kemst ekki í aðgerðina. Hún hefur áður farið í sambærilega aðgerð og náði þá fljótlega styrk. Vikum saman hefur hún verið í veikindaleyfi og beðið þess að vera kölluð inn í aðgerðina sem er einföld og getur tryggt að hún komist aftur í vinnuna. Helga hefur ritað samningamönnum BHM og ríkisins opið bréf á bloggsíðu sinni vegna þessa. Þar lýsir hún aðstæðum sínum og biður þá um að semja. 

„Ég er orðin mjög þreytt á að vera haldið í gíslingu, langar til að geta tekið þátt í samfélaginu og stundað mína vinnu… en það er smá vesen á mér, sko smá bilun í kerfinu og ég ekki alveg í lagi og þarfnast „smá“ viðgerðar á Lansanum... átti sko að fara í aðgerð í mars sem var frestað fram í apríl m.a. vegna uppsafnaðs vanda eftir læknaverkfall svo nú er ég enn að bíða og bíða og bíða....,“ skrifar hún. 

„Ég er orðin mjög þreytt á að vera haldið í gíslingu, langar til að geta tekið þátt í samfélaginu og stundað mína vinnu.“

Helga segir að hún væri trúlega komin í vinnu aftur ef allt væri eðlilegt og aðgerðin hefði verið gerð í maí. Biðinni fylgi líka mikið andlegt álag og óvissa um það hvort núverandi ástand leiði til varanlegs skaða. 

„...Veit nefnilega alveg hvað bíður mín ef ég fæ ekki viðeigandi læknisþjónustu... Mjög skert lífsgæði og örorkubætur vegna sjónskerðingar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár