Heilaæxlið óhreyft vegna verkfalls

Helga Að­al­steins­dótt­ir kenn­ari er með góðkynja heila­æxli sem þarf að fjar­lægja. Átti að fara í að­gerð í apríl þeg­ar verk­fall skall á.

Heilaæxlið óhreyft vegna verkfalls
Óvinnufær vegna síþreytu Helga kæmist til vinnu fljótlega eftir aðgerð en allt stendur fast vegna verkfalla. Mynd: Úr einkasafni.

Helga Aðalsteinsdóttir, kennari á Ísafirði, hefur verið vikum saman heima í veikindaleyfi vegna verkfalla. Hún er með góðkynja heilaæxli sem veldur síþreytu og því að hún getur ekki sinnt starfi sínu sem grunnskólakennari. Til stóð að skera burt hluta af æxlinu í apríl en verkföll heilbrigðisstétta hafa valdið því að hún kemst ekki í aðgerðina. Hún hefur áður farið í sambærilega aðgerð og náði þá fljótlega styrk. Vikum saman hefur hún verið í veikindaleyfi og beðið þess að vera kölluð inn í aðgerðina sem er einföld og getur tryggt að hún komist aftur í vinnuna. Helga hefur ritað samningamönnum BHM og ríkisins opið bréf á bloggsíðu sinni vegna þessa. Þar lýsir hún aðstæðum sínum og biður þá um að semja. 

„Ég er orðin mjög þreytt á að vera haldið í gíslingu, langar til að geta tekið þátt í samfélaginu og stundað mína vinnu… en það er smá vesen á mér, sko smá bilun í kerfinu og ég ekki alveg í lagi og þarfnast „smá“ viðgerðar á Lansanum... átti sko að fara í aðgerð í mars sem var frestað fram í apríl m.a. vegna uppsafnaðs vanda eftir læknaverkfall svo nú er ég enn að bíða og bíða og bíða....,“ skrifar hún. 

„Ég er orðin mjög þreytt á að vera haldið í gíslingu, langar til að geta tekið þátt í samfélaginu og stundað mína vinnu.“

Helga segir að hún væri trúlega komin í vinnu aftur ef allt væri eðlilegt og aðgerðin hefði verið gerð í maí. Biðinni fylgi líka mikið andlegt álag og óvissa um það hvort núverandi ástand leiði til varanlegs skaða. 

„...Veit nefnilega alveg hvað bíður mín ef ég fæ ekki viðeigandi læknisþjónustu... Mjög skert lífsgæði og örorkubætur vegna sjónskerðingar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár