Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hásetaverkfall skollið á: „Vélstjórar komu í bakið á okkur”

Val­mund­ur Val­munds­son, formað­ur Sjó­manna­sam­bands­ins, vakn­aði upp við þann vonda draum að vél­stjór­ar höfðu sam­ið um miðja nótt. Guð­mund­ur Ragn­ars­son, formað­ur vél­stjóra, seg­ir að ekki hafi ver­ið um svik að ræða. Þor­steinn Már Bald­vins­son setti mál­in í hnút.

Hásetaverkfall skollið á: „Vélstjórar komu  í bakið á okkur”
Reiður foringi Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að vélstjórar hafi komið í bakið á félögum sínum með því að semja í nótt. Mynd: Tryggvi

„Vélstjórarnir komu í bakið á okkur. Í gærkvöld þegar við slitum viðræðum sagði formaður vélstjóra ekki orð og ekkert benti til annars en að við værum samstiga,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðuna í verkfalli sjómanna nú þegar 2.700 sjómenn eru ýmist á landleið eða komnir í land eftir að upp úr viðræðum við útgerðarmenn slitnaði undir miðnætti í gærkvöld.

Harður Samherjaforstjóri

Samninganefnd sjómanna sleit viðræðum við útgerðarmenn í gærkvöld. Verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum varð þannig að veruleika. Verkfallið skall formlega á klukkan 23 eftir að sjómönnum og útgerðarmönnum laust saman.

Forstjórinn
Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson og félagar voru harðir á sínu. Sjómönnum skal fækkað á nýjum skipum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var harður á því, ásamt félögum sínum, að fækkun yrði á nýjum skipum. Heimildir Stundarinnnar herma að harka Þorsteins og félaga hafi sett málin í þann hnút sem nú blasir við. Nokkrum klukkustundum síðar skrifuðu vélstjórar undir nýjan samning við útgerðarmenn, án samráðs við aðrar stéttir. Skipstjórnarmenn eru ekki í verkfalli en þeir sömdu á sínum tíma við útgerðarmenn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár