Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hásetaverkfall skollið á: „Vélstjórar komu í bakið á okkur”

Val­mund­ur Val­munds­son, formað­ur Sjó­manna­sam­bands­ins, vakn­aði upp við þann vonda draum að vél­stjór­ar höfðu sam­ið um miðja nótt. Guð­mund­ur Ragn­ars­son, formað­ur vél­stjóra, seg­ir að ekki hafi ver­ið um svik að ræða. Þor­steinn Már Bald­vins­son setti mál­in í hnút.

Hásetaverkfall skollið á: „Vélstjórar komu  í bakið á okkur”
Reiður foringi Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að vélstjórar hafi komið í bakið á félögum sínum með því að semja í nótt. Mynd: Tryggvi

„Vélstjórarnir komu í bakið á okkur. Í gærkvöld þegar við slitum viðræðum sagði formaður vélstjóra ekki orð og ekkert benti til annars en að við værum samstiga,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðuna í verkfalli sjómanna nú þegar 2.700 sjómenn eru ýmist á landleið eða komnir í land eftir að upp úr viðræðum við útgerðarmenn slitnaði undir miðnætti í gærkvöld.

Harður Samherjaforstjóri

Samninganefnd sjómanna sleit viðræðum við útgerðarmenn í gærkvöld. Verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum varð þannig að veruleika. Verkfallið skall formlega á klukkan 23 eftir að sjómönnum og útgerðarmönnum laust saman.

Forstjórinn
Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson og félagar voru harðir á sínu. Sjómönnum skal fækkað á nýjum skipum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var harður á því, ásamt félögum sínum, að fækkun yrði á nýjum skipum. Heimildir Stundarinnnar herma að harka Þorsteins og félaga hafi sett málin í þann hnút sem nú blasir við. Nokkrum klukkustundum síðar skrifuðu vélstjórar undir nýjan samning við útgerðarmenn, án samráðs við aðrar stéttir. Skipstjórnarmenn eru ekki í verkfalli en þeir sömdu á sínum tíma við útgerðarmenn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu