„Vélstjórarnir komu í bakið á okkur. Í gærkvöld þegar við slitum viðræðum sagði formaður vélstjóra ekki orð og ekkert benti til annars en að við værum samstiga,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðuna í verkfalli sjómanna nú þegar 2.700 sjómenn eru ýmist á landleið eða komnir í land eftir að upp úr viðræðum við útgerðarmenn slitnaði undir miðnætti í gærkvöld.
Harður Samherjaforstjóri
Samninganefnd sjómanna sleit viðræðum við útgerðarmenn í gærkvöld. Verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum varð þannig að veruleika. Verkfallið skall formlega á klukkan 23 eftir að sjómönnum og útgerðarmönnum laust saman.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var harður á því, ásamt félögum sínum, að fækkun yrði á nýjum skipum. Heimildir Stundarinnnar herma að harka Þorsteins og félaga hafi sett málin í þann hnút sem nú blasir við. Nokkrum klukkustundum síðar skrifuðu vélstjórar undir nýjan samning við útgerðarmenn, án samráðs við aðrar stéttir. Skipstjórnarmenn eru ekki í verkfalli en þeir sömdu á sínum tíma við útgerðarmenn.
Athugasemdir