Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hásetaverkfall skollið á: „Vélstjórar komu í bakið á okkur”

Val­mund­ur Val­munds­son, formað­ur Sjó­manna­sam­bands­ins, vakn­aði upp við þann vonda draum að vél­stjór­ar höfðu sam­ið um miðja nótt. Guð­mund­ur Ragn­ars­son, formað­ur vél­stjóra, seg­ir að ekki hafi ver­ið um svik að ræða. Þor­steinn Már Bald­vins­son setti mál­in í hnút.

Hásetaverkfall skollið á: „Vélstjórar komu  í bakið á okkur”
Reiður foringi Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að vélstjórar hafi komið í bakið á félögum sínum með því að semja í nótt. Mynd: Tryggvi

„Vélstjórarnir komu í bakið á okkur. Í gærkvöld þegar við slitum viðræðum sagði formaður vélstjóra ekki orð og ekkert benti til annars en að við værum samstiga,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðuna í verkfalli sjómanna nú þegar 2.700 sjómenn eru ýmist á landleið eða komnir í land eftir að upp úr viðræðum við útgerðarmenn slitnaði undir miðnætti í gærkvöld.

Harður Samherjaforstjóri

Samninganefnd sjómanna sleit viðræðum við útgerðarmenn í gærkvöld. Verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum varð þannig að veruleika. Verkfallið skall formlega á klukkan 23 eftir að sjómönnum og útgerðarmönnum laust saman.

Forstjórinn
Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson og félagar voru harðir á sínu. Sjómönnum skal fækkað á nýjum skipum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var harður á því, ásamt félögum sínum, að fækkun yrði á nýjum skipum. Heimildir Stundarinnnar herma að harka Þorsteins og félaga hafi sett málin í þann hnút sem nú blasir við. Nokkrum klukkustundum síðar skrifuðu vélstjórar undir nýjan samning við útgerðarmenn, án samráðs við aðrar stéttir. Skipstjórnarmenn eru ekki í verkfalli en þeir sömdu á sínum tíma við útgerðarmenn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár