Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hásetaverkfall skollið á: „Vélstjórar komu í bakið á okkur”

Val­mund­ur Val­munds­son, formað­ur Sjó­manna­sam­bands­ins, vakn­aði upp við þann vonda draum að vél­stjór­ar höfðu sam­ið um miðja nótt. Guð­mund­ur Ragn­ars­son, formað­ur vél­stjóra, seg­ir að ekki hafi ver­ið um svik að ræða. Þor­steinn Már Bald­vins­son setti mál­in í hnút.

Hásetaverkfall skollið á: „Vélstjórar komu  í bakið á okkur”
Reiður foringi Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að vélstjórar hafi komið í bakið á félögum sínum með því að semja í nótt. Mynd: Tryggvi

„Vélstjórarnir komu í bakið á okkur. Í gærkvöld þegar við slitum viðræðum sagði formaður vélstjóra ekki orð og ekkert benti til annars en að við værum samstiga,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðuna í verkfalli sjómanna nú þegar 2.700 sjómenn eru ýmist á landleið eða komnir í land eftir að upp úr viðræðum við útgerðarmenn slitnaði undir miðnætti í gærkvöld.

Harður Samherjaforstjóri

Samninganefnd sjómanna sleit viðræðum við útgerðarmenn í gærkvöld. Verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum varð þannig að veruleika. Verkfallið skall formlega á klukkan 23 eftir að sjómönnum og útgerðarmönnum laust saman.

Forstjórinn
Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson og félagar voru harðir á sínu. Sjómönnum skal fækkað á nýjum skipum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var harður á því, ásamt félögum sínum, að fækkun yrði á nýjum skipum. Heimildir Stundarinnnar herma að harka Þorsteins og félaga hafi sett málin í þann hnút sem nú blasir við. Nokkrum klukkustundum síðar skrifuðu vélstjórar undir nýjan samning við útgerðarmenn, án samráðs við aðrar stéttir. Skipstjórnarmenn eru ekki í verkfalli en þeir sömdu á sínum tíma við útgerðarmenn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár