Í bréfi Landssambands lögreglumanna til innanríkisráðuneytisins, sem Stundin hefur undir höndum, kemur fram að stéttarfélag lögreglumanna óttast um heilsu tuga starfsmanna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna eineltis af hálfu lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur. Fram kemur í bréfinu að „á bilinu 20 til 30 lögreglumenn og reyndar aðrir starfsmenn embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafa allt frá árinu 2015 leitað til LL og lýst stöðu sinni og erfiðleikum sem þeir hafa upplifað í kjölfar eineltis af hálfu lögreglustjóra og vinnubragða hennar og framkomu.“
Félagið fellir harðorðan áfellisdóm yfir lögreglustjóranum í bréfinu til ráðuneytisins sem barst í lok síðasta árs. Ráðuneytið hefur hins vegar ekki brugðist við.
Starfsmenn sagðir óttast lögreglustjórann
Bréf Landssambandsins til innanríkisráðherra hefst á orðunum: „Á undanförnum misserum hefur fjöldi lögreglumanna og annarra starfsmanna embættislögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landssambands lögreglumanna vegna háttsemi og vinnubragða Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra, sem að mati LL falla undir skilgreiningu eineltis.“
Í bréfinu frá Landssambandinu …
Athugasemdir