Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Harðort bréf um lögreglustjórann

Lands­sam­band lög­reglu­manna hef­ur áhyggj­ur af heilsu starfs­manna og áhrif­um á starf­semi lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fjölda til­fella einelt­is, sem lands­sam­band­ið teng­ir við Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur lög­reglu­stjóra. Yf­ir­lýs­ing­ar þess stang­ast á við orð lög­reglu­stjór­ans.

Harðort bréf um lögreglustjórann
Sigríður Björk Guðjónsdóttir Telur að rétti farvegurinn fyrir eineltismál sé fagráð lögreglunnar, en ekki innanríkisráðuneytið. Mynd: Pressphotos.biz

Í bréfi Landssambands lögreglumanna til innanríkisráðuneytisins, sem Stundin hefur undir höndum, kemur fram að stéttarfélag lögreglumanna óttast um heilsu tuga starfsmanna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna eineltis af hálfu lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur. Fram kemur í bréfinu að „á bilinu 20 til 30 lögreglumenn og reyndar aðrir starfsmenn embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafa allt frá árinu 2015 leitað til LL og lýst stöðu sinni og erfiðleikum sem þeir hafa upplifað í kjölfar eineltis af hálfu lögreglustjóra og vinnubragða hennar og framkomu.“

Félagið fellir harðorðan áfellisdóm yfir lögreglustjóranum í bréfinu til ráðuneytisins sem barst í lok síðasta árs. Ráðuneytið hefur hins vegar ekki brugðist við.

Starfsmenn sagðir óttast lögreglustjórann

Bréf Landssambandsins til innanríkisráðherra hefst á orðunum: „Á undanförnum misserum hefur fjöldi lögreglumanna og annarra starfsmanna embættislögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landssambands lögreglumanna vegna háttsemi og vinnubragða Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra, sem að mati LL falla undir skilgreiningu eineltis.“ 

Í bréfinu frá Landssambandinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár