Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Hann laug sig til valda og mun reyna það að nýju“

Átök Pírata og Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar harðna. Birgitta Jóns­dótt­ir seg­ist skamm­ast sín fyr­ir for­sæt­is­ráð­herra og tel­ur dag­ana þar til hann hætt­ir.

„Hann laug sig til valda og mun reyna það að nýju“
Forsætisráðherrann Stofnandi Pírata segir að Framsóknarflokkurinn hafi logið sig til valda og kveðst telja dagana þar til hann hverfi frá völdum. Forsætisráherrann lýsir hugmyndum Pírata um borgaralaun sem rugli. Mynd: Wikipedia

„Ég hreinlega skammast mín fyrir forsætisráðherra Íslands og veit að ég er ekki ein um að telja dagana uns þetta fólk hverfur frá völdum. En hann laug sig til valda og mun reyna að gera slíkt hið sama að nýju,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir, einn stofnanda Pírata, í færslu á Facebook vegna ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um borgaralaun og Pírata.

Forsætisráðherra lýsti borgaralaununum sem stefnumáli Pírata og taldi vera algjört rugl að ætla að koma á slíku fyrirkomulagi. Þá sagði hann að Píratar hefðu engin stefnumál og gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur meðal annars á þingi fyrir að lesa upp úr grein af vefmiðlinum Kjarnanum.

Birgitta er harðorð í færslu sinni. Með ummælum sínum um lygar Framsóknarflokksins er Birgitta að vísa til loforða um afnám verðtryggingar. Aðstoðarmenn forsætisráðherra fá á baukinn líkt og Sigmundur Davíð fyrir að veitast að Pírötum sem fara með himinskautum í skoðanakönnunum á sama tíma og Framsóknarflokkurinn hefur tapað stærstum hluta fylgis síns.  

„Það er ljóst að forsætisráðherra og aðstoðarmaður hans (einn af sjö) Jóhannes útskýrari geta ekki fundið neinn alvöru höggstað á Pírötum og geta því ekki gert neitt annað en þeim er tamt: að búa til lyga og ýkjusögu: flökkusögu um eitthvað stórkostlega hættulegt eins og þá stórkostlega hættulegu vá sem hlýtur að felast í því að við Píratar leyfum okkur að kanna hvort að forsendur séu til að móta stefnu um borgaralaun: skilyrðislausa grunnframfærslu á upplýstum grunni,“ skrifar Birgitta og rifjar upp ummæli forsætisráðherra um hættu af útlendu kjöti.

„Þetta minnir um margt á ótta við veirusýkingar sem þessi sami forsætisráðherra hélt fram að berast í heila manna úr útlenskum mat: Evrópukjöt,“ skrifar Birgitta. Þar vísar hún til orða Sigmundar Davíðs um að sníkjudýrið toxoplasma, sem getur fundist í kjöti, sem hann sagði að gæti „breytt hegðun heilu þjóðanna“.

Ekki náðist í forsætisráðherra eða Jóhannes Þór Skúlason, einn aðstoðarmanna hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgaralaun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár