Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Hann hótar að drepa okkur í svefni“

Unn­ur Helga Snorra­dótt­ir seg­ir að hef­ur misst al­gjöra trú á kerf­inu. Hún og fjöl­skylda henn­ar eru í gísl­ingu elsta son­ar­ins sem er að klára tí­unda bekk í grunn­skóla. Hann glím­ir með­al ann­ars við flókna þroska­veik­leika og á erfitt með að stjórna skapi sínu. Úr­ræð­in eru svo gott sem eng­in.

„Hann hótar að drepa okkur í svefni“
Fjölskyldan Unnur Helga Snorradóttir ásamt Auðunni (16), Þórunni Kolbrúnu (14), Bergþóru Sif (11) og eiginmanni sínum Árna Grétari. Með á myndinni er einnig fjölskylduhundurinn Brúnó. Mynd: Úr einkasafni

„Hann hefur átt erfitt með að stjórna skapi sínu frá sjö ára aldri,“ segir Unnur Helga Snorradóttir, sem þann 24. janúar árið 2000 fæddi tvíbura eftir aðeins 26. vikna meðgöngu. Annar tvíburinn fæddist andvana en hinn, fallegur ljóshærður drengur, var skírður Auðunn.

Í dag, rúmum sextán árum seinna, er Unni Helgu, eiginmanni hennar og tveimur dætrum á aldrinum 11 og 14 ára, haldið í gíslingu af frumburði hennar. Auðunn glímir við margþættan vanda, meðal annars flogaveiki og alvarlega þráhyggju- og áráttuhegðun sem hefur leitt til alvarlegs ofbeldis af hans hálfu. Ofbeldis sem hefur orðið alvarlegra með hverju árinu.

Auðunn
Auðunn Móðir hans segir kerfið hafa brugðist og eftir standi fjölskyldan úrræðalaus.

Færður í verndað umhverfi

„Hann fæddist með CP-fötlun sem er spastísk heftarlömun sem veldur meðal annars erfiðleikum í hreyfingu en hann notar til að mynda nánast ekkert vinstri höndina. Fyrir skólagöngu fór hann í greiningu og þar sýndi hann málþroska á mörkum tornæmis og flókna þroskaveikleika,“ segir Unnur Helga og bætir við að hún hafi tekið eftir miklum skapsveiflum frá því hann byrjaði í grunnskóla.

„Ég veit hreinlega ekki hvar við værum stödd ef við hefðum ekki fólkið frá Öspinni og stjórnendur Njarðvíkurskóla.“

„Þegar hann var níu ára þá drukknaði hann næstum því. Hann fannst á botni sundlaugar í sumarbúðum sem hann fór í en talið var að hann hafi fengið flogakast. Eftir það var hann greindur með flogaveiki. Líf hans hefur því einkennst mikið af læknaheimsóknum, spítalavistunum, iðju- og sjúkraþjálfun,“ segir hún. 

„Hann byrjaði skólagöngu sína í Akurskóla í Reykjanesbæ og þar var ýmislegt reynt en ekkert virkaði. Það var því ákveðið að hann færi í svokallað verndað umhverfi, Öspina við Njarðvíkurskóla, en þar hefur starfsfólk haldið vel utan um hann og reynt að að mæta öllum hans þörfum,“ segir Unnur Helga.

Skólinn þurfti aðstoð lögreglu

Öspin er sérstök deild innan Njarðvíkurskóla sem er ætluð þroskaskertum og fötluðum nemendum en þar starfa kennarar, þroskaþjálfarar og stuðningsfulltrúar.

„Hann er í mjög sértæku námsefni sem alltaf er verið að reyna að bæta fyrir hann. Ég veit hreinlega ekki hvar við værum stödd ef við hefðum ekki fólkið frá Öspinni og stjórnendur Njarðvíkurskóla sem vilja allt fyrir okkur gera en hann Auðunn er að klára 10. bekk núna

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár