Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Hann hótar að drepa okkur í svefni“

Unn­ur Helga Snorra­dótt­ir seg­ir að hef­ur misst al­gjöra trú á kerf­inu. Hún og fjöl­skylda henn­ar eru í gísl­ingu elsta son­ar­ins sem er að klára tí­unda bekk í grunn­skóla. Hann glím­ir með­al ann­ars við flókna þroska­veik­leika og á erfitt með að stjórna skapi sínu. Úr­ræð­in eru svo gott sem eng­in.

„Hann hótar að drepa okkur í svefni“
Fjölskyldan Unnur Helga Snorradóttir ásamt Auðunni (16), Þórunni Kolbrúnu (14), Bergþóru Sif (11) og eiginmanni sínum Árna Grétari. Með á myndinni er einnig fjölskylduhundurinn Brúnó. Mynd: Úr einkasafni

„Hann hefur átt erfitt með að stjórna skapi sínu frá sjö ára aldri,“ segir Unnur Helga Snorradóttir, sem þann 24. janúar árið 2000 fæddi tvíbura eftir aðeins 26. vikna meðgöngu. Annar tvíburinn fæddist andvana en hinn, fallegur ljóshærður drengur, var skírður Auðunn.

Í dag, rúmum sextán árum seinna, er Unni Helgu, eiginmanni hennar og tveimur dætrum á aldrinum 11 og 14 ára, haldið í gíslingu af frumburði hennar. Auðunn glímir við margþættan vanda, meðal annars flogaveiki og alvarlega þráhyggju- og áráttuhegðun sem hefur leitt til alvarlegs ofbeldis af hans hálfu. Ofbeldis sem hefur orðið alvarlegra með hverju árinu.

Auðunn
Auðunn Móðir hans segir kerfið hafa brugðist og eftir standi fjölskyldan úrræðalaus.

Færður í verndað umhverfi

„Hann fæddist með CP-fötlun sem er spastísk heftarlömun sem veldur meðal annars erfiðleikum í hreyfingu en hann notar til að mynda nánast ekkert vinstri höndina. Fyrir skólagöngu fór hann í greiningu og þar sýndi hann málþroska á mörkum tornæmis og flókna þroskaveikleika,“ segir Unnur Helga og bætir við að hún hafi tekið eftir miklum skapsveiflum frá því hann byrjaði í grunnskóla.

„Ég veit hreinlega ekki hvar við værum stödd ef við hefðum ekki fólkið frá Öspinni og stjórnendur Njarðvíkurskóla.“

„Þegar hann var níu ára þá drukknaði hann næstum því. Hann fannst á botni sundlaugar í sumarbúðum sem hann fór í en talið var að hann hafi fengið flogakast. Eftir það var hann greindur með flogaveiki. Líf hans hefur því einkennst mikið af læknaheimsóknum, spítalavistunum, iðju- og sjúkraþjálfun,“ segir hún. 

„Hann byrjaði skólagöngu sína í Akurskóla í Reykjanesbæ og þar var ýmislegt reynt en ekkert virkaði. Það var því ákveðið að hann færi í svokallað verndað umhverfi, Öspina við Njarðvíkurskóla, en þar hefur starfsfólk haldið vel utan um hann og reynt að að mæta öllum hans þörfum,“ segir Unnur Helga.

Skólinn þurfti aðstoð lögreglu

Öspin er sérstök deild innan Njarðvíkurskóla sem er ætluð þroskaskertum og fötluðum nemendum en þar starfa kennarar, þroskaþjálfarar og stuðningsfulltrúar.

„Hann er í mjög sértæku námsefni sem alltaf er verið að reyna að bæta fyrir hann. Ég veit hreinlega ekki hvar við værum stödd ef við hefðum ekki fólkið frá Öspinni og stjórnendur Njarðvíkurskóla sem vilja allt fyrir okkur gera en hann Auðunn er að klára 10. bekk núna

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár