Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hamingjan á Hólmavík

Það er ein­hver dulúð sem fylg­ir Stranda­mönn­um. Heiða Helga­dótt­ir ljós­mynd­ari upp­lifði Ham­ingju­dag­ana á Hólma­vík frá sjón­ar­horni að­komu­manns­ins.

Jón Loftsson er 88 ára Hólmvíkingur sem er afskaplega ánægður með Hamingjudaga, sem haldnir eru á Hólmavík á hverju ári. Brottflutt börn hans og barnabörn koma árvisst á Hamingjudaga. Hann hafði nýlega lokið við að slá blettinn heima hjá sér þegar við hittum hann.
Jón og kona hans Stefanía hafa verið saman í 63 ár og eiga nú 25 afkomendur, börn, barnabörn og barnabarnabörn.

Hamingjusamasta kakan
Hamingjusamasta kakan Verðlaun veitt fyrir hamingjusömustu kökuna. Ragnar Torfason heldur á kökunni, Kristín Sigurrós Einarsdóttir kynnir og Ingibjörg Benediktsdóttir verkefnisstjóri hátíðarinnar stendur hjá.

Bragginn gerður tilbúinn
Bragginn gerður tilbúinn Kristján Jóhannsson gerir „Braggann“ tilbúinn fyrir tónleika kvöldsins. Gunnar Þórðarsón stillir hljóðfærin í bakgrunni.

Garðpartý
Garðpartý Garðpartý á Hamingjudögum.

Fjölbreytt dagskrá var í gangi alla helgina. Sem dæmi má nefna kassabílarallý, trommunámskeið, hoppukastala og tónleika. Leikhópurinn Lotta sýndi stórkostlegt barnaleikrit, Litlu gulu hænuna, og svo var haldið hamingjuhlaup þar sem þátttakendur hlupu 35 kílómetra, en það var ekki keppni og komu því allir saman í mark. Að loknu hamingjuhlaupi buðu 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár