Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ingvar beið refsingar og nauðgaði aftur - Hæstiréttur mildar dóminn

Ingvar Dór Birg­is­son var 29 ára þeg­ar hann kúg­aði 14 ára stúlku til sam­ræð­is með nekt­ar­mynd­um sem hann hafði sann­fært hana um að senda sér. Hann hafði þá þeg­ar ver­ið dæmd­ur fyr­ir aðra nauðg­un. Hæstirétt­ur mild­aði dóm hérð­as­dóms í gær.

Ingvar beið refsingar og nauðgaði aftur - Hæstiréttur mildar dóminn
Mildaði dóminn Hæstiréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. Mynd: Fasteignir ríkissjóðs

Hæstiréttur mildaði í gær dóm héraðsdóms yfir Ingvari Dór Birgissyni niður í eitt og hálft ár, en hann var dæmdur fyrir að nauðga 14 ára stúlku árið 2014.

Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fangelsi í tvö og hálft ár. Brotið framdi hann á meðan hann beið dóms Hæstaréttar fyrir annað kynferðisbrot gegn annarri 14 ára stúlku, sem héraðsdómur hafði fundið hann sekan um, en það brot framdi hann árið 2010. Fyrir það var hann síðar dæmdur í fangelsi í þrjú og hálft ár.

Nýtti sér yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni

Í dómnum er brotið sagt bæði alvarlegt og ófyrirleitið. Ingvar hafi fengið stúlkuna, sem þá var 14 ára gömul, til að koma og hitta hann á heimili sínu, meðal annars með því að segja henni að svo lengi sem hún kæmi og hitti hann myndi hann ekki birta myndir af henni á netinu sem sýndu líkama hennar að hluta. Hann hafi nýtt sér yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs-, þroska- og aflsmunar, nauðgað henni, haldið henni niðri í rúminu þegar hún reyndi að fara í burtu og í framhaldinu látið stúlkuna hafa við sig munnmmök. 

Ingvar Dór Birgisson
Ingvar Dór Birgisson Hefur verið til umræðu í hópum á Facebook vegna fjölda tilrauna hans til að setja sig í samband við unglingsstúlkur.

Í skýrslu stúlkunnar hjá lögreglu greindi hún frá samskiptum við Ingvar á netinu í gegnum Skype, Facebook, Snapchat og í síma. Hafi samtöl þeirra verið af kynferðislegum toga sem hafi þróast þannig að hann hafi þrýst á hana að senda sér „flassmyndir“, það er myndir sem sýni nekt. Hann hafi líka sent henni myndir, meðal annars af kynfærum. Þá hafi hann þrýst á hana um að hitta sig á dvalarstað hans og kvaðst myndu setja myndirnar af henni á netið að öðrum kosti. Hafi hann áður en að því kom lýst því í samtölunum hvaða kynferðislegu athafnir hann hugðist framkvæma með henni en stúlkan greindi honum frá því að hún hefði ekki haft samræði áður. Stúlkan sagði Ingvar hafa vitað að hún var 14 ára á þessum tíma, en hann hafi verið 29 ára.

Stúlkan mun hafa sagt vinkonu sinni frá því sem gerðist, en hún hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en hún fór að ræða við hana að um nauðgun hafi verið að ræða. Vinkonan hvatti stúlkuna til að segja frá og í kjölfarið leitaði stúlkan til lögreglu ásamt móður sinni. 

Neitaði alfarið sök

Ingvar neitaði því alfarið við fyrstu yfirheyrslu að hafa haft samræði við stúlkuna og sagðist ekki muna eftir því að hafa verið í samskiptum við hana í gegnum Skype eða síma. Hann sagðist aðeins hafa hitt hana í eitt skipti, á strætisvagnastoppistöð í Hamraborg. Gögn málsins sýna hins vegar fram á annað. Samskipti Ingvars við stúlkuna hafi náð yfir langt tímabil og verið svo til öll á kynferðislegum nótum. 

Í einu spjalli kemur fram að þau muni hittast næsta dag. Þá spyr stúlkan nánar hvað hann vilji gera. Ingvar svarar: „setja eh kósý mynd á sem þú færð að velja, spjalla, kúra, kyssa og svo það gerist sem gerist.“ Kvaðst hún vilja það sama. Þá segir Ingvar að ef henni finnist óþægilegt það sem gert verði þá lofi hann að stoppa. Stúlkan biður Ingvar þá sérstaklega um að gera ekki eitthvað sem hún vilji ekki. Svarar hann því til að hún verði að vera jákvæð, ef eitthvað gerist þá eigi hún að leyfa því að gerast en ekkert slæmt geti gerst. 

„Samskipti þessi bera glöggt með sér að fullorðinn maður talar við reynslulitla unglingsstúlku. Hið kynferðislega tal er einhliða af hans hálfu og hann stýrir því alfarið,“ segir í niðurstöðu dómsins. Hann muni hafa þrýst á stúlkuna með vaxandi þunga og að tilgangurinn hafi verið að sannfæra hana um að hún eigi að koma og eiga sín fyrstu kynferðismök með honum. Ljóst sé að stúlkan upplifi þessa athygli fyrst á jákvæðan hátt, en sé þó óörugg og nokkuð á varðbergi. Þegar Ingvar verði ágengari og grófari fari stúlkan undan í flæmingi, en hann láti þá óánægju sína í ljós og bendi henni ítrekað á að hann hafi í fórum sínum nektarmyndir af henni sem fari ekki á netið svo lengi sem hún hitti hann.

Flúði land í báðum tilvikum

Þegar þingfesta átti fyrra málið gegn Ingvari kom í ljós að hann væri farinn úr landi og kominn til Cayman-eyja. Hann lét dóminn vita að hann væri ekki á leið til landsins í bráð og til stóð að gefa út handtökuskipun á hendur honum. Til þess kom þó ekki. 

Við yfirheyrslur yfir Ingvari í síðara málinu kom fram að hann væri á leið úr landi og stóð þá til að fara fram á farbann gegn honum. Hann náði hins vegar að flýja land og fara til Hollands, en sama dag var gefin út handtökuskipan á hendur honum. Ingvar var því handtekinn við komuna til Amsterdam og framseldur aftur til Íslands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár