Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ingvar beið refsingar og nauðgaði aftur - Hæstiréttur mildar dóminn

Ingvar Dór Birg­is­son var 29 ára þeg­ar hann kúg­aði 14 ára stúlku til sam­ræð­is með nekt­ar­mynd­um sem hann hafði sann­fært hana um að senda sér. Hann hafði þá þeg­ar ver­ið dæmd­ur fyr­ir aðra nauðg­un. Hæstirétt­ur mild­aði dóm hérð­as­dóms í gær.

Ingvar beið refsingar og nauðgaði aftur - Hæstiréttur mildar dóminn
Mildaði dóminn Hæstiréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. Mynd: Fasteignir ríkissjóðs

Hæstiréttur mildaði í gær dóm héraðsdóms yfir Ingvari Dór Birgissyni niður í eitt og hálft ár, en hann var dæmdur fyrir að nauðga 14 ára stúlku árið 2014.

Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fangelsi í tvö og hálft ár. Brotið framdi hann á meðan hann beið dóms Hæstaréttar fyrir annað kynferðisbrot gegn annarri 14 ára stúlku, sem héraðsdómur hafði fundið hann sekan um, en það brot framdi hann árið 2010. Fyrir það var hann síðar dæmdur í fangelsi í þrjú og hálft ár.

Nýtti sér yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni

Í dómnum er brotið sagt bæði alvarlegt og ófyrirleitið. Ingvar hafi fengið stúlkuna, sem þá var 14 ára gömul, til að koma og hitta hann á heimili sínu, meðal annars með því að segja henni að svo lengi sem hún kæmi og hitti hann myndi hann ekki birta myndir af henni á netinu sem sýndu líkama hennar að hluta. Hann hafi nýtt sér yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs-, þroska- og aflsmunar, nauðgað henni, haldið henni niðri í rúminu þegar hún reyndi að fara í burtu og í framhaldinu látið stúlkuna hafa við sig munnmmök. 

Ingvar Dór Birgisson
Ingvar Dór Birgisson Hefur verið til umræðu í hópum á Facebook vegna fjölda tilrauna hans til að setja sig í samband við unglingsstúlkur.

Í skýrslu stúlkunnar hjá lögreglu greindi hún frá samskiptum við Ingvar á netinu í gegnum Skype, Facebook, Snapchat og í síma. Hafi samtöl þeirra verið af kynferðislegum toga sem hafi þróast þannig að hann hafi þrýst á hana að senda sér „flassmyndir“, það er myndir sem sýni nekt. Hann hafi líka sent henni myndir, meðal annars af kynfærum. Þá hafi hann þrýst á hana um að hitta sig á dvalarstað hans og kvaðst myndu setja myndirnar af henni á netið að öðrum kosti. Hafi hann áður en að því kom lýst því í samtölunum hvaða kynferðislegu athafnir hann hugðist framkvæma með henni en stúlkan greindi honum frá því að hún hefði ekki haft samræði áður. Stúlkan sagði Ingvar hafa vitað að hún var 14 ára á þessum tíma, en hann hafi verið 29 ára.

Stúlkan mun hafa sagt vinkonu sinni frá því sem gerðist, en hún hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en hún fór að ræða við hana að um nauðgun hafi verið að ræða. Vinkonan hvatti stúlkuna til að segja frá og í kjölfarið leitaði stúlkan til lögreglu ásamt móður sinni. 

Neitaði alfarið sök

Ingvar neitaði því alfarið við fyrstu yfirheyrslu að hafa haft samræði við stúlkuna og sagðist ekki muna eftir því að hafa verið í samskiptum við hana í gegnum Skype eða síma. Hann sagðist aðeins hafa hitt hana í eitt skipti, á strætisvagnastoppistöð í Hamraborg. Gögn málsins sýna hins vegar fram á annað. Samskipti Ingvars við stúlkuna hafi náð yfir langt tímabil og verið svo til öll á kynferðislegum nótum. 

Í einu spjalli kemur fram að þau muni hittast næsta dag. Þá spyr stúlkan nánar hvað hann vilji gera. Ingvar svarar: „setja eh kósý mynd á sem þú færð að velja, spjalla, kúra, kyssa og svo það gerist sem gerist.“ Kvaðst hún vilja það sama. Þá segir Ingvar að ef henni finnist óþægilegt það sem gert verði þá lofi hann að stoppa. Stúlkan biður Ingvar þá sérstaklega um að gera ekki eitthvað sem hún vilji ekki. Svarar hann því til að hún verði að vera jákvæð, ef eitthvað gerist þá eigi hún að leyfa því að gerast en ekkert slæmt geti gerst. 

„Samskipti þessi bera glöggt með sér að fullorðinn maður talar við reynslulitla unglingsstúlku. Hið kynferðislega tal er einhliða af hans hálfu og hann stýrir því alfarið,“ segir í niðurstöðu dómsins. Hann muni hafa þrýst á stúlkuna með vaxandi þunga og að tilgangurinn hafi verið að sannfæra hana um að hún eigi að koma og eiga sín fyrstu kynferðismök með honum. Ljóst sé að stúlkan upplifi þessa athygli fyrst á jákvæðan hátt, en sé þó óörugg og nokkuð á varðbergi. Þegar Ingvar verði ágengari og grófari fari stúlkan undan í flæmingi, en hann láti þá óánægju sína í ljós og bendi henni ítrekað á að hann hafi í fórum sínum nektarmyndir af henni sem fari ekki á netið svo lengi sem hún hitti hann.

Flúði land í báðum tilvikum

Þegar þingfesta átti fyrra málið gegn Ingvari kom í ljós að hann væri farinn úr landi og kominn til Cayman-eyja. Hann lét dóminn vita að hann væri ekki á leið til landsins í bráð og til stóð að gefa út handtökuskipun á hendur honum. Til þess kom þó ekki. 

Við yfirheyrslur yfir Ingvari í síðara málinu kom fram að hann væri á leið úr landi og stóð þá til að fara fram á farbann gegn honum. Hann náði hins vegar að flýja land og fara til Hollands, en sama dag var gefin út handtökuskipan á hendur honum. Ingvar var því handtekinn við komuna til Amsterdam og framseldur aftur til Íslands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár