Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar: „Ég mun flá þig“

Í kjöl­far þess að hrein­leiki kyn­þátt­ar hans var dreg­inn í efa hót­aði Gúst­af Ní­els­son, fyrsti mað­ur á lista ís­lensku þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norð­ur, því að flá við­kom­andi.

Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar: „Ég mun flá þig“
Gústaf Níelsson Lét stór orð falla. Mynd: Stöð 2

Frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar, Gústaf Níelsson, hótaði manni því að flá hann léttilega, eða húðfletta, í umræðum á Facebook í nótt. 

Ummælin voru rituð rétt fyrir klukkan 1 í nótt, í kjölfar þess að maðurinn gaf til kynna að Gústaf væri í raun sígauni [innsk.blm niðrandi slangur oft notað um Rómarfólk, stærsta minnihlutahóp Evrópu.] Maðurinn sagði það hræsni af Gústaf að vilja loka landinu fyrir öðrum en Íslendingum þegar hann gæti sjálfur ekki sannað að hann væri ekki tökubarn.

„Ég mun flá þig léttilega, gefist tilefni. Að öðru leyti mun ég láta þig óáreittan. En hættu að flaðra upp um okkur bræður,“ svaraði Gústaf manninum.

Maðurinn hváði: „Fyrirgefðu...? Ertu að hóta mér líkamsmeiðingum...? Og það vogarðu þér að gera meðan þú ert í framboði til Alþingis...?“

Maðurinn sem hótað var, Sævar Óli Helgason, er fyrrverandi varamaður borgarstjórnarflokks Pírata í Faxaflóanefnd, en var látinn víkja þaðan í fyrra vegna ákæru fyrir að hóta lögreglumanni. 

Gústaf
Gústaf ætlar sér að flá manninn, en láta hann að öðru leyti óáreittann.

Brynjar Níelsson, bróðir Gústafs, gerði tilraun til þess að afneita bróður sínum fyrir rúmum tveimur árum, í Facebook færslu, þar sem hann gerir því skóna að faðir sinn hafi fundið Gústaf á ferðarlagi í austurlöndum fjær:

Gústaf tók sjálfur undir þær vangaveltur í léttum dúr, en leiðrétti þó bróðir sinn í samtali við Vísi: „Þetta er misskilningur hjá Brynjari. Kenningin gengur út á það ég hafi fundist á sorphaugum í sígaunahverfi á Ítalíu. En, fræðimenn greinir á um þetta.“

Ummæli Sævars
Ummæli Sævars sem fengu Gústaf til þess að vilja flá hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár