Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar: „Ég mun flá þig“

Í kjöl­far þess að hrein­leiki kyn­þátt­ar hans var dreg­inn í efa hót­aði Gúst­af Ní­els­son, fyrsti mað­ur á lista ís­lensku þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norð­ur, því að flá við­kom­andi.

Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar: „Ég mun flá þig“
Gústaf Níelsson Lét stór orð falla. Mynd: Stöð 2

Frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar, Gústaf Níelsson, hótaði manni því að flá hann léttilega, eða húðfletta, í umræðum á Facebook í nótt. 

Ummælin voru rituð rétt fyrir klukkan 1 í nótt, í kjölfar þess að maðurinn gaf til kynna að Gústaf væri í raun sígauni [innsk.blm niðrandi slangur oft notað um Rómarfólk, stærsta minnihlutahóp Evrópu.] Maðurinn sagði það hræsni af Gústaf að vilja loka landinu fyrir öðrum en Íslendingum þegar hann gæti sjálfur ekki sannað að hann væri ekki tökubarn.

„Ég mun flá þig léttilega, gefist tilefni. Að öðru leyti mun ég láta þig óáreittan. En hættu að flaðra upp um okkur bræður,“ svaraði Gústaf manninum.

Maðurinn hváði: „Fyrirgefðu...? Ertu að hóta mér líkamsmeiðingum...? Og það vogarðu þér að gera meðan þú ert í framboði til Alþingis...?“

Maðurinn sem hótað var, Sævar Óli Helgason, er fyrrverandi varamaður borgarstjórnarflokks Pírata í Faxaflóanefnd, en var látinn víkja þaðan í fyrra vegna ákæru fyrir að hóta lögreglumanni. 

Gústaf
Gústaf ætlar sér að flá manninn, en láta hann að öðru leyti óáreittann.

Brynjar Níelsson, bróðir Gústafs, gerði tilraun til þess að afneita bróður sínum fyrir rúmum tveimur árum, í Facebook færslu, þar sem hann gerir því skóna að faðir sinn hafi fundið Gústaf á ferðarlagi í austurlöndum fjær:

Gústaf tók sjálfur undir þær vangaveltur í léttum dúr, en leiðrétti þó bróðir sinn í samtali við Vísi: „Þetta er misskilningur hjá Brynjari. Kenningin gengur út á það ég hafi fundist á sorphaugum í sígaunahverfi á Ítalíu. En, fræðimenn greinir á um þetta.“

Ummæli Sævars
Ummæli Sævars sem fengu Gústaf til þess að vilja flá hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár