Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar: „Ég mun flá þig“

Í kjöl­far þess að hrein­leiki kyn­þátt­ar hans var dreg­inn í efa hót­aði Gúst­af Ní­els­son, fyrsti mað­ur á lista ís­lensku þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norð­ur, því að flá við­kom­andi.

Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar: „Ég mun flá þig“
Gústaf Níelsson Lét stór orð falla. Mynd: Stöð 2

Frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar, Gústaf Níelsson, hótaði manni því að flá hann léttilega, eða húðfletta, í umræðum á Facebook í nótt. 

Ummælin voru rituð rétt fyrir klukkan 1 í nótt, í kjölfar þess að maðurinn gaf til kynna að Gústaf væri í raun sígauni [innsk.blm niðrandi slangur oft notað um Rómarfólk, stærsta minnihlutahóp Evrópu.] Maðurinn sagði það hræsni af Gústaf að vilja loka landinu fyrir öðrum en Íslendingum þegar hann gæti sjálfur ekki sannað að hann væri ekki tökubarn.

„Ég mun flá þig léttilega, gefist tilefni. Að öðru leyti mun ég láta þig óáreittan. En hættu að flaðra upp um okkur bræður,“ svaraði Gústaf manninum.

Maðurinn hváði: „Fyrirgefðu...? Ertu að hóta mér líkamsmeiðingum...? Og það vogarðu þér að gera meðan þú ert í framboði til Alþingis...?“

Maðurinn sem hótað var, Sævar Óli Helgason, er fyrrverandi varamaður borgarstjórnarflokks Pírata í Faxaflóanefnd, en var látinn víkja þaðan í fyrra vegna ákæru fyrir að hóta lögreglumanni. 

Gústaf
Gústaf ætlar sér að flá manninn, en láta hann að öðru leyti óáreittann.

Brynjar Níelsson, bróðir Gústafs, gerði tilraun til þess að afneita bróður sínum fyrir rúmum tveimur árum, í Facebook færslu, þar sem hann gerir því skóna að faðir sinn hafi fundið Gústaf á ferðarlagi í austurlöndum fjær:

Gústaf tók sjálfur undir þær vangaveltur í léttum dúr, en leiðrétti þó bróðir sinn í samtali við Vísi: „Þetta er misskilningur hjá Brynjari. Kenningin gengur út á það ég hafi fundist á sorphaugum í sígaunahverfi á Ítalíu. En, fræðimenn greinir á um þetta.“

Ummæli Sævars
Ummæli Sævars sem fengu Gústaf til þess að vilja flá hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár