Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar: „Ég mun flá þig“

Í kjöl­far þess að hrein­leiki kyn­þátt­ar hans var dreg­inn í efa hót­aði Gúst­af Ní­els­son, fyrsti mað­ur á lista ís­lensku þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norð­ur, því að flá við­kom­andi.

Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar: „Ég mun flá þig“
Gústaf Níelsson Lét stór orð falla. Mynd: Stöð 2

Frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar, Gústaf Níelsson, hótaði manni því að flá hann léttilega, eða húðfletta, í umræðum á Facebook í nótt. 

Ummælin voru rituð rétt fyrir klukkan 1 í nótt, í kjölfar þess að maðurinn gaf til kynna að Gústaf væri í raun sígauni [innsk.blm niðrandi slangur oft notað um Rómarfólk, stærsta minnihlutahóp Evrópu.] Maðurinn sagði það hræsni af Gústaf að vilja loka landinu fyrir öðrum en Íslendingum þegar hann gæti sjálfur ekki sannað að hann væri ekki tökubarn.

„Ég mun flá þig léttilega, gefist tilefni. Að öðru leyti mun ég láta þig óáreittan. En hættu að flaðra upp um okkur bræður,“ svaraði Gústaf manninum.

Maðurinn hváði: „Fyrirgefðu...? Ertu að hóta mér líkamsmeiðingum...? Og það vogarðu þér að gera meðan þú ert í framboði til Alþingis...?“

Maðurinn sem hótað var, Sævar Óli Helgason, er fyrrverandi varamaður borgarstjórnarflokks Pírata í Faxaflóanefnd, en var látinn víkja þaðan í fyrra vegna ákæru fyrir að hóta lögreglumanni. 

Gústaf
Gústaf ætlar sér að flá manninn, en láta hann að öðru leyti óáreittann.

Brynjar Níelsson, bróðir Gústafs, gerði tilraun til þess að afneita bróður sínum fyrir rúmum tveimur árum, í Facebook færslu, þar sem hann gerir því skóna að faðir sinn hafi fundið Gústaf á ferðarlagi í austurlöndum fjær:

Gústaf tók sjálfur undir þær vangaveltur í léttum dúr, en leiðrétti þó bróðir sinn í samtali við Vísi: „Þetta er misskilningur hjá Brynjari. Kenningin gengur út á það ég hafi fundist á sorphaugum í sígaunahverfi á Ítalíu. En, fræðimenn greinir á um þetta.“

Ummæli Sævars
Ummæli Sævars sem fengu Gústaf til þess að vilja flá hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár