Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gunnar Bragi gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir þjónkun í Rússamálinu: Jón fékk milljón frá útgerðunum

Ut­an­rík­is­ráð­herra tel­ur ekki ólík­legt að þing­menn sem fengu háa styrki frá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um gangi sér­stak­lega hart fram í and­stöðu sinni við við­skipta­þving­an­ir gagn­vart Rúss­um. Jón Gunn­ars­son hef­ur ver­ið áber­andi í um­ræð­unni en sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in styrktu hann um eina millj­ón króna.

Gunnar Bragi gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir þjónkun í Rússamálinu: Jón fékk milljón frá útgerðunum
Jón fékk milljón Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum sé framhaldið. Alls styrktu sjö sjávarútvegsfyrirtæki prófkjör hans um samtals eina milljón krónur. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix (Ásgeir Ásgeirsson)

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra telur ekki ólíklegt að þingmenn sem fengu háa styrki frá aðilum í sjávarútvegi hafi gengið sérstaklega hart fram í andstöðu sinni við viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi. Þetta sagði hann í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Hann sagði sjávarútvegsfyrirtæki hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn dyggilega sem og einstaka þingmenn í prófkjörum. Gunnar Bragi vildi ekki nefna nein nöfn, en sagðist vita af þingmönnum sem hefðu fengið styrki frá aðilum í sjávarútvegi og sagði jafnframt fróðlegt að skoða hvort þeir hefðu farið sérstaklega hart fram í tala fyrir þeirra málstað. „Mér finnst það ekki ólíklegt,“ sagði Gunnar Bragi. „Þetta er gríðarlega sterkur þrýstihópur sem er þarna á ferðinni og það reynir á stjórnmálamenn að þeir standist slíkan þrýsting. Ég vonast að sjálfsögðu til að menn geri það, því menn verða að horfa á heildarhagsmunina. Þetta er ekkert flókið í mínum huga.“ Í viðtalinu sagðist Gunnar Bragi ekki ætla að skipta um skoðun og hætta þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar enda vegi hagsmunir Íslands þyngra en hagsmunir einstakra sjávarútvegsfyrirtækja. 

Styrktu Jón Gunnarsson um milljón

Stundin kannaði hvaða þingmenn Sjálfstæðisflokksins sjávarútvegsfyrirtækin styrktu fyrir síðustu kosningar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er þar efstur á blaði með 1,3 milljónir en næstur kemur Jón Gunnarsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár