Hótel Framnes í Grundarfirði er til rannsóknar vegna gruns um að þar starfi ólöglegir starfsmenn. Leikur grunur á um að nokkrir starfsmenn hótelsins séu hvergi skráðir og jafnvel ekki með dvalar- eða atvinnuleyfi hér á landi. Tveir þeirra munu vera hælisleitendur frá Pakistan. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, varaformaður MATVÍS og eftirlitsfulltrúi, segir þetta fyrsta málið sem kemur upp hjá félaginu þar sem sterkur grunur leikur á um að hælisleitendur starfi ólöglega í ferðaþjónustu hér á landi. Sigurkarl Bjartur Rúnarsson, nýr eigandi hótelsins, segir málið byggt á misskilningi og fordómum.
Hælisleitandi í heimsókn hjá vini sínum
Fimmtudaginn 30. júní síðastliðinn fóru fulltrúar ASÍ, ásamt fulltrúum Verkalýðsfélags Snæfellinga og lögreglu, á Hótel Framnes og leituðu svara um viðkomandi starfsmenn. „Við stóðum þá ekki að
Athugasemdir