Nýjar siðareglur Ríkisútvarpsins hafa valdið töluverðum titringi á meðal fjölmiðlafólks. Segir í reglunum að starfsfólk sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð eigi ekki að taka opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þar á meðal á samfélagsmiðlum. Þykir þar vera girt fyrir tjáningarfrelsi dagskrárgerðarfólks með harðri hendi, og eru margir starfsmenn RÚV gríðarlega ósáttir við þessa heftingu.
Stundin ræddi við nokkra starfsmenn sem vildu ekki koma fram undir nafni. Segja þeir að gríðarlega óánægja sé innanhúss með þessa breytingu.
„Fyrir mitt leiti er ég ekki að fara að breyta miklu, en mér finnst mjög vafasamt að setja sérstakar reglur um það hvernig blaðamenn megi tjá sig opinberlega, þvert á siðareglur blaðamannafélagsins.“
Athugasemdir