Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Grafa undan samkeppnisaðilum með neikvæðum umsögnum

Neyt­enda­stofa sekt­aði Hót­el Kefla­vík um 250 þús­und krón­ur. Slæm­ar um­sagn­ir um Flug­hót­el­ið í Reykja­nes­bæ rakt­ar til sam­keppn­is­að­il­ans. „Við vilj­um ekki trúa því að þetta sé orð­in venja,“ seg­ir tals­mað­ur Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar.

Grafa undan samkeppnisaðilum með neikvæðum umsögnum
Hótel Keflavík Slæmu umsagnirnar um Flughótelið voru skrifaðar undir netfangi Hótels Keflavík. Mynd: Hótel Keflavík

Neytendastofa sektaði Hótel Keflavík í Reykjanesbæ um 250 þúsund krónur eftir að upp komst að einhver á vegum hótelsins hafði skrifað hræðilegar umsagnir um samkeppnisaðilann, Flughótelið, sem er staðsett aðeins nokkrum metrum frá. Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að umsagnirnar voru raktar til netfangs á vegum Hótels Keflavík en þær voru skrifaðar á hinn vinsæla bókunarvef Expedia.com.

Flughótel
Flughótel Kvörtuðu til Neytendastofu yfir slæmum umsögnum

Bókuðu með netfangi hótelsins

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er forsaga málsins sú að í fyrrasumar hafi Hótel Keflavík oftar en einu sinni yfirbókað hótelið sitt með þeim afleiðingum að einhverjir gestir urðu að leita að gistingu annars staðar. Í stað þess að ferðamennirnir sjálfir þyrftu að leita að annarri gistingu og í þeirri viðleitni að þjónusta viðskiptavininn hafi starfsmenn á vegum hótelsins bókað gistingu hjá samkeppnisaðilanum, Flughótelinu, og var það gert í gegnum hinn vinsæla bókunarvef Expedia.com.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár