Neytendastofa sektaði Hótel Keflavík í Reykjanesbæ um 250 þúsund krónur eftir að upp komst að einhver á vegum hótelsins hafði skrifað hræðilegar umsagnir um samkeppnisaðilann, Flughótelið, sem er staðsett aðeins nokkrum metrum frá. Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að umsagnirnar voru raktar til netfangs á vegum Hótels Keflavík en þær voru skrifaðar á hinn vinsæla bókunarvef Expedia.com.
Bókuðu með netfangi hótelsins
Samkvæmt heimildum Stundarinnar er forsaga málsins sú að í fyrrasumar hafi Hótel Keflavík oftar en einu sinni yfirbókað hótelið sitt með þeim afleiðingum að einhverjir gestir urðu að leita að gistingu annars staðar. Í stað þess að ferðamennirnir sjálfir þyrftu að leita að annarri gistingu og í þeirri viðleitni að þjónusta viðskiptavininn hafi starfsmenn á vegum hótelsins bókað gistingu hjá samkeppnisaðilanum, Flughótelinu, og var það gert í gegnum hinn vinsæla bókunarvef Expedia.com.
Athugasemdir