Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Góða fólkið“ versta orð ársins í Þýskalandi

Dóm­nefnd þýskra mál­vís­inda- og blaða­manna hafa val­ið „Góða fólk­ið“ sem óyrði, eða „Unwort“ árs­ins. „Með því að ásaka ein­hvern um að vera part­ur af „Góða fólk­inu“ eru um­burð­ar­lyndi og hjálp­semi mál­uð upp sem heimska og barna­skap­ur“ seg­ir í um­sögn dóm­nefnd­ar.

„Góða fólkið“ versta orð ársins í Þýskalandi
„Unwort“ Hugtakið nota þjóðverjar yfir slæm eða léleg orð sem komast í tísku.

„Góða fólkið“ eða „Gutmensch“ hefur verið valið óorð ársins 2015 í Þýskalandi, að mati dómnefndar þýskra málvísinda- og blaðamanna. Eins og dómnefndin kom að hefur orðið lengi verið í notkun, en fékk nýtt notkunargildi á síðasta ári, sérstaklega í samhengi við umræður um flóttamannamál.

„Með því að ásaka einhvern um að vera partur af „Góða fólkinu“ eru umburðarlyndi og hjálpsemi máluð upp sem heimska og barnaskapur.“

„Þeir sem fengu stimpilinn „Góða fólkið“ árið 2015 voru sérstaklega þeir sem vildu hjálpa flóttafólki og börðust gegn árásum á flóttamannabúðir“ segir í tilkynningunni. „Með því að ásaka einhvern um að vera partur af „Góða fólkinu“ eru umburðarlyndi og hjálpsemi máluð upp sem heimska og barnaskapur.“

Brautryðjandinn Elliði Vignisson

Hugtakið hefur mikið verið notað á Íslandi undanfarin misseri, og hófst almenn notkun þess með pistli sem Elliði Vignisson skrifaði í október árið 2014 með fyrirsögninni „„Góða fólkið“ og umræðan“. Þar uppnefnir Elliði þá sem gagnrýna Vigdísi Hauksdóttur, og segir m.a. varðandi umræður um innflytjendamál:

„Þeir sem ræða innflytjendamál og þá sérstaklega málefni hælisleitenda tipla á bæði hálum og þunnum ís. „Góða fólkið“ mætir allri slíkri umræðu með ásökunum um nasisma, rasisma og útlendingahatur.“

Var pistill Elliða mikið ræddur þegar hann birtist. Fékk hann bæði miklar undirtektir í ýmsum hópum, en margir hafa gagnrýnt Elliða, og bent á að með pistlinum hafi Elliði í raun lagst gegn þeim pól gagnrýninnar umræðu sem hann væri ósammála.

Hér er frétt Spiegel um málið, og hér má lesa pistil Elliða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár