„Ég var mjó en ekki heilbrigð. Ég vildi verða falleg en fannst ég aldrei nógu flott, nógu grönn, nógu falleg,“ segir Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, sem glímdi við átröskun og skrifaði um reynslu sína í kjölfar umræðu sem skapaðist vegna þess að Ungfrú Ísland, Arna Ýr Jónsdóttir, ákvað að hætt þátttöku í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International eftir að eigandinn sagði að hún væri of feit og ætti ekki að borða morgunmat heldur aðeins salat í hádegismat og drekka vatn þess utan.
Mikið hefur rætt um ákvörðun hennar og Arna Ýr hefur hlotið mikið lof fyrir. Gunnlöð tekur undir að Arna Ýr hafi sýnt kjark í erfiðum aðstæðum en segist engu að síður vera hugsi yfir umræðunni, sem sé oft á þeim nótum að Arna Ýr sé ekki feit heldur gullfalleg og heilbrigð. Hún bendir á að grannt holdarfar sé ekki ávísun á heilbrigði, eins og hún þekkir af eigin raun. „Ég borðaði ekki heilu daganna og ef ég borðaði lét ég sjálfa mig kasta upp. Mér leið illa andlega og líkamlega.“
Að sama skapi sé það að vera feitur sé ekki andstæða fegurðar eða heilbrigðis. „Það er þessi umræða sem mér finnst svo skrýtin og röng. Við erum stanslaust mötuð á því að fita sé vond, ljót og óheilbrigð.“
Hætti að borða
Gunnlöð starfaði sjálf sem módel á sínum tíma, bæði hér á Íslandi og í Kólumbíu. Allt frá unga aldrei hafði hún hins vegar þróað með sér ranghugmyndir um líkama sinn og fegurð.
Athugasemdir