Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Glímdi við átröskun og gagnrýnir umræðu um fegurðarsamkeppni: Ég var mjó en ekki heilbrigð

Gunn­löð Jóna Rún­ars­dótt­ir seg­ir feg­urð­ar­staðla sam­fé­lags­ins skað­lega unga stúlk­um. Sjálf var hún kom­in með nei­kvæða mynd af lík­am­an­um strax í æsku og með átrösk­un á unglings­ár­um. Sem mód­el þjáð­ist hún af rang­hug­mynd­um um lík­ama sinn og feg­urð og bend­ir á að heil­brigði hald­ist ekki í hend­ur við hold­arfar. Hún vinn­ur í að snúa eig­in við­horf­um með­al ann­ars í gegn­um ljós­mynd­ir af húðslit­um sín­um sem hún set­ur í sam­hengi við nátt­úr­una.

Glímdi við átröskun og gagnrýnir umræðu um fegurðarsamkeppni: Ég var mjó en ekki heilbrigð

„Ég var mjó en ekki heilbrigð. Ég vildi verða falleg en fannst ég aldrei nógu flott, nógu grönn, nógu falleg,“ segir Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, sem glímdi við átröskun og skrifaði um reynslu sína í kjölfar umræðu sem skapaðist vegna þess að Ungfrú Ísland, Arna Ýr Jónsdóttir, ákvað að hætt þátttöku í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International eftir að eigandinn sagði að hún væri of feit og ætti ekki að borða morgunmat heldur aðeins salat í hádegismat og drekka vatn þess utan.

Mikið hefur rætt um ákvörðun hennar og Arna Ýr hefur hlotið mikið lof fyrir. Gunnlöð tekur undir að Arna Ýr hafi sýnt kjark í erfiðum aðstæðum en segist engu að síður vera hugsi yfir umræðunni, sem sé oft á þeim nótum að Arna Ýr sé ekki feit heldur gullfalleg og heilbrigð. Hún bendir á að grannt holdarfar sé ekki ávísun á heilbrigði, eins og hún þekkir af eigin raun. „Ég borðaði ekki heilu daganna og ef ég borðaði lét ég sjálfa mig kasta upp. Mér leið illa andlega og líkamlega.“

Að sama skapi sé það að vera feitur sé ekki andstæða fegurðar eða heilbrigðis. „Það er þessi umræða sem mér finnst svo skrýtin og röng. Við erum stanslaust mötuð á því að fita sé vond, ljót og óheilbrigð.“

Hætti að borða

Gunnlöð starfaði sjálf sem módel á sínum tíma, bæði hér á Íslandi og í Kólumbíu. Allt frá unga aldrei hafði hún hins vegar þróað með sér ranghugmyndir um líkama sinn og fegurð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu