Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Við erum virkilega þakklátir fyrir ykkur!“

Gleði­bylgja ríð­ur yf­ir Ís­land vegna sögu­legs ár­ang­urs karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu.

„Við erum virkilega þakklátir fyrir ykkur!“

„Við erum virkilega þakklátir fyrir ykkur,“ sagði Aron Einar Gunnarson landsliðsfyrirliði á Ingólfstorgi, þar sem mannfjöldi fagnaði því að karlalandslið Íslands spilar á stórmóti í knattspyrnu í fyrsta sinn.

„Ég fokking elska þig,“ heyrðist áhorfandi hrópa til baka.

Karlalandslið Íslands spilar á Evrópumeistaramóti landsliða í knattspyrnu sem hefst 10. júní á næsta ári, eftir 0 - 0 jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið spilar á stórmóti, en liðið varð naumlega af sæti á Heimsmeistaramótinu á síðasta ári eftir tap gegn Króatíu í seinni umspilsleik.

Fögnuðurinn vegna tíðindanna hefur yfirtekið samfélagsmiðla og fjölmiðla. Sigurhátíð á Ingólfstorgi í miðborg Reykjavíkur er haldin í kvöld.

Forseti Íslands sagði í samtali við mbl.is í kvöld að það væri „stórkostlegt“ að vera Íslendingur í dag. „Þetta er ár­ang­ur svo margs í gegn­um árin og íþrótt­irn­ar hafa alltaf sam­einað þjóðina,“ sagði hann. 

„Nú sé ég eftir því að hafa ekki verið búinn að tryggja forsætisráðherra vald til að gefa öllum frí með skömmum fyrirvara þegar tilefni er til.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist sjá eftir að hafa ekki veitt sjálfum sér valdheimildir til boðunar á almennum frídegi. „Til hamingju með að upplifa einhvern stærsta dag íslenskrar-, ég meina evrópskrar-, íþróttasögu …til þessa! Nú sé ég eftir því að hafa ekki verið búinn að tryggja forsætisráðherra vald til að gefa öllum frí með skömmum fyrirvara þegar tilefni er til. Reyndar sagði ég landsliðsstrákunum eftir leikinn að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu opnir fyrir þá í nótt eins lengi og þeir vildu. Eftir á að hyggja hafði ég formlega séð líklega ekki vald til þess heldur ...en ég geri ekki ráð fyrir að neinn muni reyna að reka þá í háttinn.“

 

Svona er sigurinn - svona er Ingólfstorg - "var það ekki?"

Posted by Dagur B. Eggertsson on Sunday, September 6, 2015

Fögnuðurinn hefur smitast út í fréttamiðla. Fyrirsögn á fréttavefnum Kjarnanum var með óhefðbundnara sniði, en hún var: „JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!“

Yfirlýsing frá KSÍ einkennist af geðshræringu: „Við erum enn smám saman að átta okkur á þessu en við erum víst búin að tryggja okkur sæti á lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar. Leikmenn og allir sem koma að landsliðinum vilja byrja að þakka af auðmýkt fyrir stórkostlegan stuðning í undanförnum leikjum og það eiga ALLIR sinn hlut í velgengi liðsins og sætinu í Frakklandi. Við viljum sérstaklega þakka Stuðningssveitin Tólfan fyrir MAGNAÐAN stuðning og við viljum sjá sem flesta á vellinum komandi sumar í Frakklandi. Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi! TAKK FYRIR ALLT og ÁFRAM ÍSLAND!“

Nú stendur yfir fögnuður á Ingólfstorgi með landsliðsmönnunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár