Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Við erum virkilega þakklátir fyrir ykkur!“

Gleði­bylgja ríð­ur yf­ir Ís­land vegna sögu­legs ár­ang­urs karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu.

„Við erum virkilega þakklátir fyrir ykkur!“

„Við erum virkilega þakklátir fyrir ykkur,“ sagði Aron Einar Gunnarson landsliðsfyrirliði á Ingólfstorgi, þar sem mannfjöldi fagnaði því að karlalandslið Íslands spilar á stórmóti í knattspyrnu í fyrsta sinn.

„Ég fokking elska þig,“ heyrðist áhorfandi hrópa til baka.

Karlalandslið Íslands spilar á Evrópumeistaramóti landsliða í knattspyrnu sem hefst 10. júní á næsta ári, eftir 0 - 0 jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið spilar á stórmóti, en liðið varð naumlega af sæti á Heimsmeistaramótinu á síðasta ári eftir tap gegn Króatíu í seinni umspilsleik.

Fögnuðurinn vegna tíðindanna hefur yfirtekið samfélagsmiðla og fjölmiðla. Sigurhátíð á Ingólfstorgi í miðborg Reykjavíkur er haldin í kvöld.

Forseti Íslands sagði í samtali við mbl.is í kvöld að það væri „stórkostlegt“ að vera Íslendingur í dag. „Þetta er ár­ang­ur svo margs í gegn­um árin og íþrótt­irn­ar hafa alltaf sam­einað þjóðina,“ sagði hann. 

„Nú sé ég eftir því að hafa ekki verið búinn að tryggja forsætisráðherra vald til að gefa öllum frí með skömmum fyrirvara þegar tilefni er til.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist sjá eftir að hafa ekki veitt sjálfum sér valdheimildir til boðunar á almennum frídegi. „Til hamingju með að upplifa einhvern stærsta dag íslenskrar-, ég meina evrópskrar-, íþróttasögu …til þessa! Nú sé ég eftir því að hafa ekki verið búinn að tryggja forsætisráðherra vald til að gefa öllum frí með skömmum fyrirvara þegar tilefni er til. Reyndar sagði ég landsliðsstrákunum eftir leikinn að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu opnir fyrir þá í nótt eins lengi og þeir vildu. Eftir á að hyggja hafði ég formlega séð líklega ekki vald til þess heldur ...en ég geri ekki ráð fyrir að neinn muni reyna að reka þá í háttinn.“

 

Svona er sigurinn - svona er Ingólfstorg - "var það ekki?"

Posted by Dagur B. Eggertsson on Sunday, September 6, 2015

Fögnuðurinn hefur smitast út í fréttamiðla. Fyrirsögn á fréttavefnum Kjarnanum var með óhefðbundnara sniði, en hún var: „JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!“

Yfirlýsing frá KSÍ einkennist af geðshræringu: „Við erum enn smám saman að átta okkur á þessu en við erum víst búin að tryggja okkur sæti á lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar. Leikmenn og allir sem koma að landsliðinum vilja byrja að þakka af auðmýkt fyrir stórkostlegan stuðning í undanförnum leikjum og það eiga ALLIR sinn hlut í velgengi liðsins og sætinu í Frakklandi. Við viljum sérstaklega þakka Stuðningssveitin Tólfan fyrir MAGNAÐAN stuðning og við viljum sjá sem flesta á vellinum komandi sumar í Frakklandi. Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi! TAKK FYRIR ALLT og ÁFRAM ÍSLAND!“

Nú stendur yfir fögnuður á Ingólfstorgi með landsliðsmönnunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár