Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gjafmildur smálánakóngur veitir Eurovision-skuldaaflausn

Fjöl­miðl­ar birta frétta­til­kynn­ingu frá Net­gíró sem er í eigu Skorra Rafns Rafns­son­ar. Hann hef­ur auðg­aðst á smá­lána­starf­semi og er Net­gíró af svip­uð­um toga. Hann hef­ur und­an­far­ið eign­ast fjölda minni fjöl­miðla ásamt bland.is og Skíf­unni.

Gjafmildur smálánakóngur veitir Eurovision-skuldaaflausn
Eigandi Móbergs Skorri Rafn Rafnsson er aðeins þrítugur að aldri en hann hefur hagnast á smálánastarfsemi.

Fyrr í dag var birt frétt, byggð á fréttatilkynningu, á bæði DV og Pressunni, þar sem greint var frá því að fyrirtækið Netgíró myndi endurgreiða hundrað einstaklingum reikninga sína. Áður hafði fyrirtækið lofað því að endurgreiða þúsund einstaklingum reikninga sína ef Ísland ynni Eurovision, en þrátt fyrir að María Ólafsdóttir hefði ekki komist í úrslit ákvað fyrirtækið að endurgreiða hundrað einstaklingum reikninga sína. Hér má svo sjá frétt Vísis fyrir tíu dögum sem er auk þess byggð á fréttatilkynningu.

Starfsemi Netgíró er í ætt við smálánafyrirtæki, enda hefur eigandi félagsins hagnast á slíkum rekstri. Netgíró er í eigu Móberg ehf. sem Skorri Rafn Rafnsson á svo meirihluta í. Skorri Rafn, sem varð nýverið þrítugur að aldri, komst í álnir með smálánafyrirtækið Hraðpeninga. Smálánafyrirtækið hefur ekki skilað ársreikningum frá árinu 2011 en óljóst er hver á það félag nákvæmlega. Síðastliðinn febrúar vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá máli gegn Hraðpeningum á þeim grundvelli að félag staðsett í Kýpur, Jumdon Micro Finance Ltd., ætti allt hlutafé í félaginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár