Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gjafmildur smálánakóngur veitir Eurovision-skuldaaflausn

Fjöl­miðl­ar birta frétta­til­kynn­ingu frá Net­gíró sem er í eigu Skorra Rafns Rafns­son­ar. Hann hef­ur auðg­aðst á smá­lána­starf­semi og er Net­gíró af svip­uð­um toga. Hann hef­ur und­an­far­ið eign­ast fjölda minni fjöl­miðla ásamt bland.is og Skíf­unni.

Gjafmildur smálánakóngur veitir Eurovision-skuldaaflausn
Eigandi Móbergs Skorri Rafn Rafnsson er aðeins þrítugur að aldri en hann hefur hagnast á smálánastarfsemi.

Fyrr í dag var birt frétt, byggð á fréttatilkynningu, á bæði DV og Pressunni, þar sem greint var frá því að fyrirtækið Netgíró myndi endurgreiða hundrað einstaklingum reikninga sína. Áður hafði fyrirtækið lofað því að endurgreiða þúsund einstaklingum reikninga sína ef Ísland ynni Eurovision, en þrátt fyrir að María Ólafsdóttir hefði ekki komist í úrslit ákvað fyrirtækið að endurgreiða hundrað einstaklingum reikninga sína. Hér má svo sjá frétt Vísis fyrir tíu dögum sem er auk þess byggð á fréttatilkynningu.

Starfsemi Netgíró er í ætt við smálánafyrirtæki, enda hefur eigandi félagsins hagnast á slíkum rekstri. Netgíró er í eigu Móberg ehf. sem Skorri Rafn Rafnsson á svo meirihluta í. Skorri Rafn, sem varð nýverið þrítugur að aldri, komst í álnir með smálánafyrirtækið Hraðpeninga. Smálánafyrirtækið hefur ekki skilað ársreikningum frá árinu 2011 en óljóst er hver á það félag nákvæmlega. Síðastliðinn febrúar vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá máli gegn Hraðpeningum á þeim grundvelli að félag staðsett í Kýpur, Jumdon Micro Finance Ltd., ætti allt hlutafé í félaginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár