Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gjafmildur smálánakóngur veitir Eurovision-skuldaaflausn

Fjöl­miðl­ar birta frétta­til­kynn­ingu frá Net­gíró sem er í eigu Skorra Rafns Rafns­son­ar. Hann hef­ur auðg­aðst á smá­lána­starf­semi og er Net­gíró af svip­uð­um toga. Hann hef­ur und­an­far­ið eign­ast fjölda minni fjöl­miðla ásamt bland.is og Skíf­unni.

Gjafmildur smálánakóngur veitir Eurovision-skuldaaflausn
Eigandi Móbergs Skorri Rafn Rafnsson er aðeins þrítugur að aldri en hann hefur hagnast á smálánastarfsemi.

Fyrr í dag var birt frétt, byggð á fréttatilkynningu, á bæði DV og Pressunni, þar sem greint var frá því að fyrirtækið Netgíró myndi endurgreiða hundrað einstaklingum reikninga sína. Áður hafði fyrirtækið lofað því að endurgreiða þúsund einstaklingum reikninga sína ef Ísland ynni Eurovision, en þrátt fyrir að María Ólafsdóttir hefði ekki komist í úrslit ákvað fyrirtækið að endurgreiða hundrað einstaklingum reikninga sína. Hér má svo sjá frétt Vísis fyrir tíu dögum sem er auk þess byggð á fréttatilkynningu.

Starfsemi Netgíró er í ætt við smálánafyrirtæki, enda hefur eigandi félagsins hagnast á slíkum rekstri. Netgíró er í eigu Móberg ehf. sem Skorri Rafn Rafnsson á svo meirihluta í. Skorri Rafn, sem varð nýverið þrítugur að aldri, komst í álnir með smálánafyrirtækið Hraðpeninga. Smálánafyrirtækið hefur ekki skilað ársreikningum frá árinu 2011 en óljóst er hver á það félag nákvæmlega. Síðastliðinn febrúar vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá máli gegn Hraðpeningum á þeim grundvelli að félag staðsett í Kýpur, Jumdon Micro Finance Ltd., ætti allt hlutafé í félaginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár