Bæjarskólar Garðabæjar fá einungis 67 prósent af þeim kennslukostnaði sem Barnaskóli Hjallastefnunnar fær frá sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í bókun sem bæjarfulltrúi minnihlutans lagði fram á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag. Þess má geta að framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Áslaug Hulda Jónsdóttir, er sömuleiðis bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og var forseti bæjarstjórnar til ársins 2014. Garðbær er jafnframt eina sveitarfélagið sem greiðir allan rekstrarkostnað grunnskóla Hjallastefnunnar en almennt gildir að sveitarfélög skuli greiða að lágmarki 70–75% af rekstrarkostnaði einkaskóla.
Tillögu um leiðréttingu hafnað
Í Garðabæ eru fimm grunnskólar reknir af sveitarfélaginu, Flataskóli, Sjálfandsskóli, Hofsstaðaskóli, Garðaskóli og Álftanesskóli. Að auki eru tveir einkareknir grunnskólar, Barnaskóli Hjallastefnunnar og Vífilsskóli og Alþjóðaskólinn. Í bókun FÓLKSINS-í bænum kemur fram að meðaltal kennslukostnaðar bæjarskólanna fjögurra í Garðabæ, nettó rekstrargjöld án húsnæðiskostnaðar, sé samkvæmt framlögðum gögnum frá Garðabæ um 856 þúsund krónur á barn á ári á árinu 2013. Meðaltal kennslukostnaðar Barnaskóla Hjallastefnunnar og Vífilsskóla um 1.271 þúsund krónur og …
Athugasemdir