Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Garðabær borgar meira með Hjallastefnunni en bæjarskólunum

Bæj­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir við­brögð­um við ójafn­ræði á fjár­veit­in­um til grunn­skól­anna. Bæj­ar­skól­arn­ir fá 67 pró­sent af kennslu­kostn­aði Hjalla­stefn­unn­ar. Leik­ur að töl­um seg­ir formað­ur skóla­nefnd­ar.

Garðabær borgar meira með Hjallastefnunni en bæjarskólunum
Ójafnræði í fjárveitingum Bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Garðabæjar lagði fram bókun á fimmtudag þar sem segir að ójafnræði ríki í fjárveitingum til grunnskóla sveitarfélagsins. Einkareknu skólarnir fái meira á hvern nemanda en bæjarskólarnir. Mynd: Thinkstock

Bæjarskólar Garðabæjar fá einungis 67 prósent af þeim kennslukostnaði sem Barnaskóli Hjallastefnunnar fær frá sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í bókun sem bæjarfulltrúi minnihlutans lagði fram á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag. Þess má geta að framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Áslaug Hulda Jónsdóttir, er sömuleiðis bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og var forseti bæjarstjórnar til ársins 2014. Garðbær er jafnframt eina sveitarfélagið sem greiðir allan rekstrarkostnað grunnskóla Hjallastefnunnar en almennt gildir að sveitarfélög skuli greiða að lágmarki 70–75% af rekstrarkostnaði einkaskóla.

Tillögu um leiðréttingu hafnað

Í Garðabæ eru fimm grunnskólar reknir af sveitarfélaginu, Flataskóli, Sjálfandsskóli, Hofsstaðaskóli, Garðaskóli og Álftanesskóli. Að auki eru tveir einkareknir grunnskólar, Barnaskóli Hjallastefnunnar og Vífilsskóli og Alþjóðaskólinn. Í bókun FÓLKSINS-í bænum kemur fram að meðaltal kennslukostnaðar bæjarskólanna fjögurra í Garðabæ, nettó rekstrargjöld án húsnæðiskostnaðar, sé samkvæmt framlögðum gögnum frá Garðabæ um 856 þúsund krónur á barn á ári á árinu 2013. Meðaltal kennslukostnaðar Barnaskóla Hjallastefnunnar og Vífilsskóla um 1.271 þúsund krónur og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár