Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gagnrýnir uppsögn Landsbankans: „Það gengur fram af manni þegar maðurinn er búinn að vera þarna í þrjátíu ár“

Ósk­ar Hún­fjörð bygg­inga­fræð­ing­ur gagn­rýn­ir harð­lega að Guð­mundi Ingi­bers­syni hafi ver­ið sagt upp störf­um í Lands­bank­an­um í Reykja­nes­bæ. Guð­mund­ur er 75 pró­sent ör­yrki og var hon­um sagt upp fá­ein­um mán­uð­um eft­ir að hann sneri aft­ur í vinnu eft­ir al­var­legt slys.

Gagnrýnir uppsögn Landsbankans: „Það gengur fram af manni þegar maðurinn er búinn að vera þarna í þrjátíu ár“
Rekinn Guðmundur Ingibersson var rekinn eftir 30 ára starf. Mynd: Facebook

Óskar Húnfjörð byggingafræðingur skrifar harðorðan pistil sem birtist í Víkurfréttum í morgun þar sem hann gagnrýnir uppsögn Landsbankans í Reykjanesbæ á Guðmundi Ingiberssyni. Guðmundur, eða Gummi eins og hann er vanalega kallaður, hefur starfað í bankanum um áratugaskeið en Guðmundur lenti í alvarlegu slysi nýverið og hefur hann í kjölfarið verið metinn 75 prósent öryrki.

Um síðustu páska varð Guðmundur fyrir því að bíll keyrði inn í forstofu á heimili móður hans. Guðmundur var þar og slasaðist alvarlega, þar á meðal á hendi, og var hann frá vinnu í nokkra mánuði. Guðmundur var þó fyrir öryrki en hann er spastíkur.

Samkvæmt Óskari, sem er mágur Guðmunds, var Guðmundi boðinn starfslokasamningur fjórum mánuðum eftir að hann sneri aftur til vinnu eftir slysið. „Eins og á hverju almennilegu heimili er þörf á að taka til öðru hvoru. Landsbankinn í Reykjanesbæ er þar ekkert undanskilinn, eins og sýndi sig um daginn þegar gerður var starfslokasamningur við Gumma í „góðu“ samkomulagi, því að öðrum kosti fengi hann sent uppsagnarbréf. Ástæða starfslokanna var sögð, tiltekt í bankanum.

Auðvitað er hverjum atvinnurekanda í sjálfsvald sett hvenær hann hættir að kaupa þjónustu starfsmanns, en hér greinir okkur á um samfélagslega ábyrgð bankans,“ skrifar Óskar.

Lætur ekki deigan síga

Í samtali við Stundina segist Guðmundur snortinn af þessum viðbrögðum en hann ætli þó ekki að láta deigan síga og hyggst finna sér nýja vinnu. „Ég upplifi það ekki beint að það sé verið segja mér upp út af örorkunni. Þeir sögðu að þetta væri hagræðing. Ég er persónulega mjög sár og reiður út af þessu, það var ekki planið mitt að hætta að vinna,“ segir Guðmundur. Miðað við viðbrögð við pistli Óskars á Facebook má ætla að Guðmundar verði sárt saknað í bankanum. „Ég er búinn að vera þarna lengi, með minn kúnnahóp. Ég er mjög ánægður með að fólk hugsi svona til mín,“ segir Guðmundur.

Í samtali við Stundina bendir Óskar Húnfjörð á að Guðmundur hafi ávallt starfað á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir fötlun sína. „Það gengur fram af manni þegar maðurinn er búinn að vera þarna í þrjátíu ár. Það er ekki annað hægt en að láta heyra í sér, þetta er framkoma sem er fyrir neðan allar hellur. Það blöskrar öllum sem ég hef heyrt í, þeir eru að stíga mjög vond skref. Þetta er eins og einn kommentaði á Facebook áðan, hann benti á að Gummi hafi valið það í gegnum tíðina að vinna frekar en að fá bætur en nú er verið að taka þann valmöguleika af honum,“ segir Óskar.

Viðskiptavinum í útibúum fækkar

Í svari Landsbankans við fyrirspurn Stundarinnar vegna málsins kemur fram að bankinn geti ekki tjáð sig opinberlega um starfsmannamál. „Á undanförnum árum hefur heimsóknum í útibú fækkað ört því um 80 prósent allra bankaviðskipta eru nú rafræn. Landsbankinn hefur þurft að mæta þessum breyttu aðstæðum með því að fækka starfsmönnum í útibúum út um allt land.

Starfsfólki í útibúinu í Reykjanesbæ hefur fækkað úr 52 í 33 á undanförnum fimm árum. Uppsögn starfsmannsins sem um ræðir, er hluti af þessum breytingum. Að öðru leyti getur Landsbankinn ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna,“ segir í skriflegu svari Landsbankans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
3
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
10
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár