Fyrir allar aldir á virkum morgnum standa nokkrar manneskjur við dyr Vesturbæjarlaugar. Þær mæta helst á undan starfsmönnum laugarinnar, hanga á húninum og bíða eftir því að klukkan slái 6.30. Þaðan er nafn þeirra komið – Húnarnir. Skömmu síðar, upp úr klukkan sjö, mæta svo Vinir Dóra í laugina. Þeir synda sína spretti, bregða sér í pottinn og gufuna. Klukkan hálf átta á slaginu kallar Dóri – Halldór Bergmann Þorvaldsson – hópinn upp á bakkann til sín, sama hvernig viðrar eða hvaða árstími er. Þar taka við kröftugar Müllers-æfingar. Þegar líður á morguninn mætir svo annar öflugur hópur í laugina. Þar er kominn hópur eldri borgara, sem dreifir sér um laugina og gerir sínar leikfimiæfingar.
Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir, kennari og ljósmyndari, hefur lengi verið heilluð af sundmenningunni, sem er flestum hulin en er þessum hópum órjúfanlegur hluti hversdagslífsins. Alla sína barnæsku fylgdist Kolfinna með hraustri móður sinni fara af heimilinu …
Athugasemdir