Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Friðargæsluliði enn í baráttu við bandorm

Dav­íð Örn Guð­jóns­son veikt­ist al­var­lega eft­ir að hafa ver­ið frið­ar­gæslu­liði í Sri Lanka. Seg­ist sjá eft­ir því að hafa orð­ið friða­gæslu­liði.

Friðargæsluliði enn í baráttu við bandorm

Davíð Örn Guðjónsson, sem veiktist alvarlega eftir að hafa verið friðargæsluliði í Sri Lanka, er enn að leita sér hjálpar vegna veikinda sinna. Davíð sagði frá því í viðtali við Stundina í febrúar að hann hefði smitast af bandormi. Hann fann fyrir hreyfingum innan í sér, en taldi það ímyndun, þar til magaverkir, niðurgangur og ofsakláði, ásamt öðrum einkennum, gerðu líf hans nánast óbærilegt. Eftir að hafa tekið ormalyf varð Davíð fyrir þeirri reynslu að eins og hálfs til tveggja metra langur ormur gekk niður úr honum, en honum varð svo hverft við að hann tók ekki sýni áður en hann sturtaði honum niður.

Bandormur
Bandormur

Davíð segist í samtali við Stundina enn finna fyrir veikindum. „Ég finn fyrir eins konar hnút í þörmunum og það veit ekki á gott, hvort sem það er ormur eða eitthvað annað. Ég fór nýlega í röntgen, sem ég taldi að gæti gengið úr skugga um hvort það væri hugsanlega bandormur. Það reyndist ekki vera, en ég fer næst í ristilsspeglun og væntanlega sneiðmyndatöku eftir það. Ég er enn ekki 100 prósent og er að reyna að leita mér hjálpar til að svo megi verða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár