Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Friðargæsluliði enn í baráttu við bandorm

Dav­íð Örn Guð­jóns­son veikt­ist al­var­lega eft­ir að hafa ver­ið frið­ar­gæslu­liði í Sri Lanka. Seg­ist sjá eft­ir því að hafa orð­ið friða­gæslu­liði.

Friðargæsluliði enn í baráttu við bandorm

Davíð Örn Guðjónsson, sem veiktist alvarlega eftir að hafa verið friðargæsluliði í Sri Lanka, er enn að leita sér hjálpar vegna veikinda sinna. Davíð sagði frá því í viðtali við Stundina í febrúar að hann hefði smitast af bandormi. Hann fann fyrir hreyfingum innan í sér, en taldi það ímyndun, þar til magaverkir, niðurgangur og ofsakláði, ásamt öðrum einkennum, gerðu líf hans nánast óbærilegt. Eftir að hafa tekið ormalyf varð Davíð fyrir þeirri reynslu að eins og hálfs til tveggja metra langur ormur gekk niður úr honum, en honum varð svo hverft við að hann tók ekki sýni áður en hann sturtaði honum niður.

Bandormur
Bandormur

Davíð segist í samtali við Stundina enn finna fyrir veikindum. „Ég finn fyrir eins konar hnút í þörmunum og það veit ekki á gott, hvort sem það er ormur eða eitthvað annað. Ég fór nýlega í röntgen, sem ég taldi að gæti gengið úr skugga um hvort það væri hugsanlega bandormur. Það reyndist ekki vera, en ég fer næst í ristilsspeglun og væntanlega sneiðmyndatöku eftir það. Ég er enn ekki 100 prósent og er að reyna að leita mér hjálpar til að svo megi verða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár