Margrét Gauja Magnúsdóttir er hamingjusöm þegar hún finnur sjálfa sig í augnabliki sem vermir um hjartað og hún veit að hún mun varðveita sem góða minningu. „Þau augnablik geta verið lítil og smávægileg og líka stórfengleg. Þessi augnablik sem maður brosir inní sér eða hreinlega springur úr hlátri og jafnvel grætur úr gleði.
Einnig finn ég að ég verð hamingjusamari í mínu eigin skinni eftir því sem ég verð betri og betri í að vera skítsama um hvað öðrum finnst. Þetta er ótrúlega frelsandi tilfnning sem krefst æfingar og stanlausrar meðvitundar en þegar þessi tilfinning hellist yfir mig, verð ég hamingjusöm því þá veit ég að ég er að þroskast og bæta mig. Ég veit að það tala allir um núvitund og það að vera í núinu og njóta þess, en ég afturámóti verð alltaf spennt og hamingjusöm þegar ég horfi fram í tímann og skipulegg eitthvað skemmtilegt eða set mér markmið. Að gera góða, innihaldsríka „to do“ lista fulla af gleði gerir mig hamingjusama.“
Athugasemdir