Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framkvæmdastjóri Kynnisferða varar við stefnumáli Samfylkingarinnar

Kynn­is­ferð­ir eru í eigu for­eldra og frænd­systkina Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Kristján Daní­els­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, var­ar við hækk­un virð­is­auka­skatts á ferða­þjón­ustu en fyrsta ráð­herra­frum­varp Bjarna sner­ist um aft­ur­köll­un slíkr­ar hækk­un­ar.

Framkvæmdastjóri Kynnisferða varar við stefnumáli Samfylkingarinnar

Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, varar við hugmyndum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep eins og Samfylkingin hefur talað fyrir. Þetta kemur fram í viðtali við Kristján sem birtist á vef Viðskiptablaðsins í dag.

Fyrirtækið Reykjavík Excursions - Kynnisferðir ehf. er í eigu foreldra og frændfólks Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrsta frumvarpið sem Bjarni lagði fram sem fjármálaráðherra árið 2013 var lagabreyting um að fallið yrði frá áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Ákvörðunin var umdeild en atvinnugreinin hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár vegna fjölgunar ferðamanna. Kynnisferðir er eitt þeirra fyrirtækja sem notið hafa góðs af ferðamannastraumnum.

Kristján Daníelsson gagnrýnir Samfylkinguna fyrir að vilja færa ferðaþjónustuna úr neðra þrepi virðisaukaskattkerfisins upp í hið efra. „Það er gríðarlega mikil óvissa gagnvart ferðaþjónustunni út af genginu. Ég vona svo sannarlega að stjórnmálamenn átti sig á því að ferðaþjónustan er alltaf að vinna til langs tíma …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár