Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framkvæmdastjóri hjá Rio Tinto til átta ára verður aðstoðarmaður iðnaðarráðherra

Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son hætt­ir hjá álris­an­um og tek­ur við starfi að­stoð­ar­manns.

Framkvæmdastjóri hjá Rio Tinto til átta ára verður aðstoðarmaður iðnaðarráðherra

Ólafur Teitur Guðnason, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto frá árinu 2008, hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 

Ólafur Teitur vann sem fjölmiðlamaður um árabil en sneri sér svo að almannatengslum. „Hann var fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss fjárfestingabanka árið 2008 en var undir lok þess árs ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík, og hefur starfað þar síðan,“ segir í fréttatilkynningu ráðuneytisins.

Á meðal þeirra mála sem Þórdís Kolbrún fer með samkvæmt forsetaúrskurði eru ívilnanir vegna nýfjárfestinga, gerð fjárfestingarsamninga við fyrirtæki, fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri, orkumál og auðlindanýting. Þá fer hún með önnur mál er lúta að iðnaði, svo sem verksmiðjuiðnaði og stóriðju.

Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. rekur álverið í Straumsvík og er hluti af Rio Tinto Alcan, einum stærsta álframleiðanda í heimi. Verksmiðjuheiti álversins er ISAL og notar það  tæplega 3.000 gígawattstundir af raforku á ári, eða um 18% af þeirri raforku sem notuð er á Íslandi.

Sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi hefur Ólafur Teitur meðal annars þurft að svara fyrir milljarðagreiðslur álversins í Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss. Stundin greindi frá því í desember 2015 hvernig álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík á í margs konar viðskiptum við móðurfélagið þar sem fjármunir renna frá Íslandi og til þess. Greiðslurnar til móðurfélagsins eru bókfærðar sem kostnaður við starfsemi Rio Tinto Alcan á Íslandi og því ekki skattlagðar.

Stundin fjallaði einnig ítarlega um verkfallið í álverinu sem leiddi af því að Rio Tinto Alcan vildi semja um fá að notast í auknum mæli við verktaka í starfsemi sinni í stað fastráðinna starfsmanna til að lækka kostnað. „Svo sannarlega er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki sem horfir fram á taprekstur að geta sótt slíkan ávinning, og það er líka mikið sanngirnismál í ljósi þess að ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem býr við hömlur,“ sagði Ólafur Teitur í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Aðstoðarmenn eru ráðnir á grundvelli laga um stjórnarráð Íslands og heyra beint undir ráðherra. Meginhlutverk aðstoðarmanns ráðherra er að vinna að stefnumótun á málefnasviði ráðuneytis undir yfirstjórn ráðherra og í samvinnu við ráðuneytisstjóra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár