Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forseti hagfræðideildar: Fjármagnshöftin fólu í sér mannréttindabrot

„Virk­ir at­huga­semd­ir eltu mig jafn­vel til út­landa,“ seg­ir Ás­geir Jóns­son í pistli þar sem hann fjall­ar um við­tök­ur bók­ar sinn­ar um hrun­ið sem kom út ár­ið 2009. Seg­ir fækk­un „virkra í at­huga­semd­um“ til marks um betra at­vinnu­ástand á Ís­landi.

Forseti hagfræðideildar: Fjármagnshöftin fólu í sér mannréttindabrot

Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, telur að með beitingu fjármagnshafta eftir hrun hafi verið brotið gegn mannréttindum Íslendinga. Þetta segir hann í bloggfærslu sem jafnframt er fréttabréf Virðingar hf, en Ásgeir starfar sem efnahagsráðgjafi hjá fyrirtækinu. 

„Beiting hafta á árunum 2008 til vorra daga fól í sér brot á mannréttindum íslenskra þegna og mun fela í sér langtímakostnað. Það mun taka langan tíma að byggja upp tiltrú á krónunni á nýjan leik. Vandséð að Ísland geti notið fullkomins ábata frjálsra utanríkisviðskipta sem sem sérstakt myntsvæði þegar litið er fram,“ skrifar Ásgeir.

Ásgeir er dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og var aðalhagfræðingur Kaupþings á árunum fyrir hrun. Nýlega kom út bókin The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World´s Smallest Currency Area and its Recovery from Total Banking Collapse eftir þá Hersi Sigurgeirsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Í fréttabréfi Virðingar harmar Ásgeir hve fátæklegar viðtökur fyrri bók hans um hrunið, Why Iceland?, fékk en hún kom út árið 2009. „Hér heima galt bókin höfundarins. Virkum í athugasemdum – sem voru mjög margir á þessum tíma – fannst að það hefði átt að banna mér að skrifa svona bók en fyrst að skaðinn var skeður ætti fólk að sameinast um að kaupa hana ekki,“ skrifar hann. „Virkir athugasemdir eltu mig jafnvel til útlanda ef ég tók þátt í ráðstefnum þar ytra og reyndu að leiða óstaðkunnugt fólk í allan sannleika um hvaða mann ég hefði að geyma, en það er önnur saga.“ Segir Ásgeir að nú hafi „virkum í athugasemdum“ fækkað allmikið sem hljóti að „bera vott um bætt atvinnuástand“. 

Ásgeir fjallar um helstu niðurstöður bókar þeirra Hersis. Hann segir að ef litið sé á gengislækkun sem efnahagslegt meðal sé ljóst að landsmenn geti ekki stjórnað skammtastærðinni. „Ísland hefði þurft 25% gengislækkun árið 2008 – krónan lækkaði hins vegar um 75% í frjálsum viðskiptum. Með beitingu hafta var hins vegar hægt að fara miðja leið með 50% gengislækkun,“ skrifar Ásgeir og bendir á að allt frá því að Ísland öðlaðist fullveldi hafi landsmenn vegið salt á milli þess annars vegar að njóta ábata alþjóðavæðingar í opnu hagkerfi með tilheyrandi óstöðugleika og hins vegar þess að tryggja stöðugleika með fjármagnshöftum.

„Árin 2001 til 2008 eru eina tímabilið á 100 ára fullveldi þar sem krónan hefur flotið frjáls. Beiting hafta á árunum 2008 til vorra daga fól í sér brot á mannréttindum íslenskra þegna og mun fela í sér langtímakostnað. Það mun taka langan tíma að byggja upp tiltrú á krónunni á nýjan leik. Vandséð að Ísland geti notið fullkomins ábata frjálsra utanríkisviðskipta sem sérstakt myntsvæði þegar litið er fram.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár