Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forseti Gambíu neitar að viðurkenna úrslit kosninga sem hann tapaði

Einn þaul­setn­asti þjóð­ar­leið­togi heims, Ya­hya Jammeh, neit­ar að við­ur­kenna úr­slit for­seta­kosn­inga sem hann tap­aði fyr­ir stuttu. And­stæð­ing­ur hans og sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna, Adama Barrow, hef­ur ákall­að for­set­ann að segja taf­ar­laust af sér og seg­ist ótt­ast um ör­yggi sitt.

Forseti Gambíu neitar að viðurkenna úrslit kosninga sem hann tapaði
Jammeh Eftir 22 ár á valdastóli ætlar að reynast forsetanum erfitt að láta af völdum.

Hinn umdeildi forseti Gambíu, Yahya Jammeh, hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninga landsins, þar sem hann tapaði fyrir fyrrverandi öryggisverðinum, Adama Barrow. Jammeh hefur verið forseti landsins í 22 ár og hefur á þeim tíma ítrekað verið gagnrýndur af mannréttindasamtökum fyrir tilraunir til að þagga niður í fjölmiðlum og fyrir að beita andstæðinga sína í stjórnmálum harðræði.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið síðastliðinn mánudag og var þar tekin ákvörðun um að senda alþjóðlega samningamenn til höfuðborgarinnar, Banjul, til þess að reyna að miðla málum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, Samantha Power, sagði ástandið „hættulegt“ og benti þar meðal annars á fregnir þess efnis að sumir yfirmenn hersins í landinu væru mjög hliðhollir Jammeh og jafnvel líklegir til þess að grípa til vopna ef svo færi. „Mátturinn til þess að koma Gambíu í friðsælt horf er í höndum Jammeh forseta,“ sagði hún við fréttafólk að fundinum loknum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár