Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forsetafrúin og maðurinn með litlu hendurnar

​Þau sögu­legu um­skipti gætu orð­ið í haust að Banda­rík­in velji sinn fyrsta kven­for­seta, reynda póli­tíska kempu sem hef­ur í ára­tugi bar­ist fyr­ir auk­inni heil­brigð­is­þjón­ustu, ver­ið ut­an­rík­is­ráð­herra, öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur og for­setafrú. Engu að síð­ur sýna nýj­ustu skoð­anakann­an­ir að Hillary Cl­int­on gæti tap­að fyr­ir óreyndri raun­veru­leika­sjón­varps­stjörnu með mý­marga galla.

Á sama tíma og Hillary Clinton á í harðri baráttu við Donald Trump hefur hún þurft að berjast fyrir tilnefningu demókrata á móti sjötugum þingmanni frá ysta vinstrijaðri bandarískra stjórnmála. 

Forval repúblikana og demókrata hefur komið á óvart og heldur áfram að koma á óvart á lokasprettinum, en óvinsældir helstu frambjóðenda vekja upp spurningar um hvort lýðræðislega ferlið sé að virka.

Óvinsælustu frambjóðendur sögunnar

Hillary Rodham Clinton er óvinsælasti forsetaframbjóðandi í sögu Bandaríkjanna. Að einum aðila undanskildum, keppinaut hennar Donald Trump.

Í nýlegri könnun fyrirtækisins PublicPolicyPolling sem tekin var á landvísu kom í ljós að Donald Trump fór meira í taugarnar á Bandaríkjamönnum heldur en hipsterar, tannboranir, bifreiðaeftirlitið og kviðdómsskylda. Svarendur í könnuninni höfðu Trump þó í hærri metum heldur en gyllinæð og kakkalakka, en einungis tæplega. Donald Trump er líka óvinsælasti frambjóðandi til forseta í sögu Bandaríkjana (að minnsta kosti síðan mælingar hófust), 61% aðspurðra höfðu neikvæða ímynd af honum. Viðhorf Bandaríkjamanna til Hillary ættu þó að vekja spurningar og áhyggjur á meðal stuðningsmanna hennar. 55% Bandaríkjamanna líta hana neikvæðum augum, en bæði Trump og Clinton eru á svipuðu róli þegar það kemur að jákvæðum, 34% líta Donald jákvæðum augum og 36% Hillary. Þessar tölur minna örlítið á vinsældir George Bush undir lok síns kjörtímabils, við byrjun árs 2009 töldu 61% Bandaríkjamanna hann vera slæman forseta og 34% hann góðan en þá var hann á botni vinsælda sinna.

Aukið vantraust á stjórnmálum

Sennilega er það aðeins viðeigandi að óvinsælustu forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum komi fram á tíma sem traust á stjórnmálum er í lágmarki. Einungis 19% Bandaríkjamanna treysta stjórnvöldum samkvæmt Pew-research könnunarfyrirtækinu sem rannsakað hefur slíka tölfræði áratugum saman. Þegar mælin

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár