Á sama tíma og Hillary Clinton á í harðri baráttu við Donald Trump hefur hún þurft að berjast fyrir tilnefningu demókrata á móti sjötugum þingmanni frá ysta vinstrijaðri bandarískra stjórnmála.
Forval repúblikana og demókrata hefur komið á óvart og heldur áfram að koma á óvart á lokasprettinum, en óvinsældir helstu frambjóðenda vekja upp spurningar um hvort lýðræðislega ferlið sé að virka.
Óvinsælustu frambjóðendur sögunnar
Hillary Rodham Clinton er óvinsælasti forsetaframbjóðandi í sögu Bandaríkjanna. Að einum aðila undanskildum, keppinaut hennar Donald Trump.
Í nýlegri könnun fyrirtækisins PublicPolicyPolling sem tekin var á landvísu kom í ljós að Donald Trump fór meira í taugarnar á Bandaríkjamönnum heldur en hipsterar, tannboranir, bifreiðaeftirlitið og kviðdómsskylda. Svarendur í könnuninni höfðu Trump þó í hærri metum heldur en gyllinæð og kakkalakka, en einungis tæplega. Donald Trump er líka óvinsælasti frambjóðandi til forseta í sögu Bandaríkjana (að minnsta kosti síðan mælingar hófust), 61% aðspurðra höfðu neikvæða ímynd af honum. Viðhorf Bandaríkjamanna til Hillary ættu þó að vekja spurningar og áhyggjur á meðal stuðningsmanna hennar. 55% Bandaríkjamanna líta hana neikvæðum augum, en bæði Trump og Clinton eru á svipuðu róli þegar það kemur að jákvæðum, 34% líta Donald jákvæðum augum og 36% Hillary. Þessar tölur minna örlítið á vinsældir George Bush undir lok síns kjörtímabils, við byrjun árs 2009 töldu 61% Bandaríkjamanna hann vera slæman forseta og 34% hann góðan en þá var hann á botni vinsælda sinna.
Aukið vantraust á stjórnmálum
Sennilega er það aðeins viðeigandi að óvinsælustu forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum komi fram á tíma sem traust á stjórnmálum er í lágmarki. Einungis 19% Bandaríkjamanna treysta stjórnvöldum samkvæmt Pew-research könnunarfyrirtækinu sem rannsakað hefur slíka tölfræði áratugum saman. Þegar mælin
Athugasemdir