Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsetaframbjóðendur: Ísland verður fyrirmynd ef ég verð kjörinn forseti

Þann 25. júní næst­kom­andi munu Ís­lend­ing­ar kjósa sér nýj­an for­seta. Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um kynnt fram­bjóð­end­ur fyr­ir les­end­um og birt­ir hér svör Ást­þórs Magnús­son­ar við spurn­ing­um sem lagð­ar eru fyr­ir alla fram­bjóð­end­ur.

1. Hvað finnst þér um málsskotsrétt forseta og í hvaða tilfellum getur þú séð fyrir þér að nýta hann?

Árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins og að hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta. Álitsgjafar fjölmiðla sögðu þetta ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta.

Forseti notaði málskotsréttinn átta árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál eins og Kárahnjúkar, öryrkjamál, sala HS-veitu og fyrstu Icesave-lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Eftir 15 ár í embætti er skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans greip hann til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta til að fólk átti sig betur á að sitjandi forseti nýtti sér málskotsréttinn meðal annars út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár