1. Hvað finnst þér um málsskotsrétt forseta og í hvaða tilfellum getur þú séð fyrir þér að nýta hann?
Árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins og að hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta. Álitsgjafar fjölmiðla sögðu þetta ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta.
Forseti notaði málskotsréttinn átta árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál eins og Kárahnjúkar, öryrkjamál, sala HS-veitu og fyrstu Icesave-lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Eftir 15 ár í embætti er skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans greip hann til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta til að fólk átti sig betur á að sitjandi forseti nýtti sér málskotsréttinn meðal annars út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum.
Athugasemdir