Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni skipar stjórnarformann Borgunar í sérfræðingahóp

„Grunn­hugs­un­in hér er sú að við kom­um á fót stöð­ug­leika­sjóði sem haldi ut­an um arð af orku­auð­lind­um í eigu rík­is­sjóðs og tryggi kom­andi kyn­slóð­um hlut­deild í ávinn­ingi af sam­eig­in­leg­um auð­lind­um,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra á Við­skipta­þingi í gær.

Bjarni skipar stjórnarformann Borgunar í sérfræðingahóp

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað Erlend Magnússon, stjórnarformann Borgunar, í sér­fræð­inga­hóp sem mun und­ir­búa lög­gjöf um stofnun stöð­ug­leika­sjóðs. Í hópinn voru einnig skipuð þau Kristín Har­alds­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur, sér­fræð­ingur í auð­linda­rétti og fyrr­ver­andi aðstoð­arkona Ólafar Nor­dal í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og Ingi­mundur Frið­riks­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri.

Bjarni tilkynnti um þetta í ávarpi sínu á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í gær. „Grunn­hugs­unin hér er sú að við komum á fót stöð­ug­leika­sjóði sem haldi utan um arð af orku­auð­lindum í eigu rík­is­sjóðs og tryggi kom­andi kyn­slóðum hlut­deild í ávinn­ingi af sam­eig­in­legum auð­lindum um leið og hann getur verið sveiflu­jafn­andi fyrir efna­hags­líf­ið,“ sagði hann og greindi svo frá því að hann hefði skipað í sérfræðinganefnd um stofnun sjóðsins. 

Kjörinn stjórnarformaður í kjölfar Borgunarmáls

Erlendur Magnússon er menntaður í alþjóðasamskiptum og starfar sem fjárfestir og stjórnarformaður Total Capital Partners í London. Hann var framkvæmdastjóri hjá Glitni á árunum fyrir hrun og yfir deild sem sá um skuldsetta fjármögnun. Félag í eigu Erlends og eiginkonu hans, Fjársjóður ehf., var talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2013 eftir að grunur vaknaði um innherjasvik vegna sölu á hlutabréfum félagsins í mars 2008. Sérstakur saksóknaði ákærði Erlend og eignir Fjársjóðs voru kyrrsettar en síðar felldi Hæstiréttur kyrrsetninguna úr gildi auk þess sem sérstakur saksóknari dró ákæruna til baka. 

Erlendur var kjörinn stjórnarformaður Borgunar hf. á aðalfundi þann 19. febrúar 2015 skömmu eftir að Landsbankinn hafði selt eignarhlut sinn í fyrirtækinu í lokuðu söluferli, án auglýsingar og langt undir markaðsvirði. Einn af kaupendunum var Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar sem þá var fjármálaráðherra og fór óbeint með hlut ríkisins í Landsbankanum. Viðskiptin vöktu mikla tortryggni, en nokkrum vikum eftir söluna voru 800 milljónir króna greiddar út í arð til hluthafa Borgunar.

Alls hefur félag Einars, sem Benedikt Einarsson sonur hans er stjórnarmaður í, fengið um 86 milljónir króna í arð vegna hlutarins í Borgun frá því að salan fór fram. Bæði banka­stjóri og banka­ráð Landsbank­ans hafa viðurkennt að eðlilegra hefði verið að selja eignarhlut bankans í Borgun í opnu söluferli.

Taldi umræðu um ójöfnuð á villigötum

Erlendur er varamaður í skólanefnd Seltjarnarnesbæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti á dögunum þegar hann gagnrýndi skýrslu hjálparsamtakanna Oxfam um ójöfnuð í heiminum og taldi umræðuna um að átta ríkustu menn heims ættu jafn miklar eignir og fátækari helmingur mannkyns á villigötum. „Þegar þessir átta ríkustu menn heims eru skoðaðir, má sjá að þeir hafa ekki orðið ríkir af ofurlaunum, heldur er auður þeirra að mestu til kominn vegna þess að þeir stofnuðu fyrirtæki sem hafa vaxið og orðið verðmætari vegna mikils áhuga stórs hluta jarðarbúa á þeim vörum eða þeirri þjónustu sem þau veita,“ skrifaði hann. 

Í október árið 2014 eftir að skattrannsóknarstjóri hafði sent fjármálaráðuneytinu erindi vegna boðs um að kaupa gögn um skattaskjólsstarfsemi Íslendinga skrifaði Erlendur grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni „Að kaupa þýfi“ þar sem hann lagðist eindregið gegn því að íslenska ríkið keypti gögnin. Síðar átti Bjarni Benediktsson eftir að sæta gagnrýni fyrir aðkomu sína að umræddu máli, en ráðuneyti hans setti embætti skattrannsóknarstjóra skilyrði fyrir kaupunum sem ollu töfum auk þess sem Bjarni sakaði skattrannsóknarstjóra ranglega um að þvælast fyrir málinu.

Fjallað er um skipan sérfræðingahóps um stöðugleikasjóð á vef forsætisráðuneytisins. „Gert er ráð fyrir að fjármögnun stöðugleikasjóðs verði með þeim hætti að til hans verði ráðstafað fjárhagslegum arði ríkisins af orkuauðlindum, eftir atvikum í formi afnotagjalda, arðgreiðslna orkufyrirtækja, verðbréfa tengd orkufyrirtækjunum eða í öðru formi,“ segir á vefnum. „Þá þarf að meta hvort til sjóðsins yrði lagðar aðrar fjárhagslegar eignir, svo sem fjármunir sem varðveittir eru í gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands samkvæmt sérstöku samkomulagi við bankann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár