Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsætisráðherra segir alltof snemmt að fella stóra dóma um stefnu Trumps

„Mér finnst ekk­ert að því í sjálfu sér að það komi fram á sjón­ar­svið­ið af og til ein­stak­ling­ar sem eru ekki al­veg steypt­ir úr sama mót­inu og all­ir fyr­ir­renn­ar­ar,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son í Silfr­inu í dag.

Forsætisráðherra segir alltof snemmt að fella stóra dóma um stefnu Trumps

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að umræðan um Donald Trump Bandaríkjaforseta og ímynd Bandaríkjanna sé ekki að öllu leyti sanngjörn. Of snemmt sé að fella stóra dóma um stefnu hins nýja forseta. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í Silfrinu í dag, en þátturinn er í umsjá Egils Helgasonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur.

Aðspurður hvort hann hefði áhyggjur af þróuninni í alþjóðamálum sagði Bjarni: „Já og nei. Mér finnst það vera áhyggjuefni hvernig ímynd Bandaríkjanna er akkúrat í augnablikinu og ég er ekki viss um að það sé allt alveg sanngjarnt sem sagt er í þeirri umræðu. Við sjáumt.d. forsíður þessara stóru blaða í Evrópu þessa dagana líkja Trump við hrottalegustu morðingja úr röðum ISIS, með ákveðinni myndlíkingu, mér finnst nú vera of langt gengið víða.“ Vísaði hann þar líklega til forsíðu þýska blaðsins Der Spiegel sem sýnir Trump halda á afskornu höfði Frelsisstyttunnar og blóði drifnum hníf.

Bjarni viðurkenndi að viss atriði í tilskipun Trumps um að meina fólki frá ákveðnum löndum um komu til Bandaríkjanna væru sláandi.„Bandaríkjaforseti leggur blátt bann við flóttamönnum frá Sýrlandi sem er nýtt sem er býsna afdrifarík ákvörðun. Svo eru tekin til endurskoðunar þessi skilyrði fyrir því að menn komi til Bandaríkjanna,“ sagði Bjarni og benti á að Trump hefði einnig afturkallað vegabréfsáritanir. 

„Málið verður að þola einhverja efnislega umræðu, nákvæmlega hvað hann er að gera í innflytjendamálum og það sem slær mann er það sem dómstóllinn fettir fingur út í. Það virðist vera að þarna sé verið að flokka fólk eftir trúarbrögðum,“ sagði Bjarni. 

„Ég hef áhyggjur af þessari spennu sem ákvarðanir hans hafa valdið. En mér finnst ekkert að því í sjálfu sér að það komi fram á sjónarsviðið af og til einstaklingar sem eru ekki alveg steyptir úr sama mótinu og allir fyrirrennarar, sem hafa alla sinn æviferil verið þáttakendur í stjórnmálalegri starfsemi og svo framvegis. Þarna kemur maður á þessum aldri, í fyrsta sinn að stíga fyrir alvöru inn á vettvang stjórnmálanna og mörg af hans vinnubrögðum bera þess merki, hann er ekki mjög diplómatískur forseti. Mér finnst alltof snemmt hins vegar að fara að fella þessa stóru dóma sem eru gerðir um hans forsetastefnu.“ 

„Mér finnst alltof snemmt hins vegar að fara
að fella þessa stóru dóma sem eru gerðir
um hans forsetastefnu“

Ítarlega er fjallað um Donald Trump og stefnu hans í forsetaembætti í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Stefna Trumps lá að miklu leyti fyrir áður en hann var kosinn. Í kosningabaráttu sinni lofaði hann að banna múslimum að ferðast til Bandaríkjanna tímabundið, skera verulega niður útgjöld til umhverfisverndarmála og alþjóðlegrar samvinnu en auka fjárframlög í herinn. Þá sagðist hann ætlað að auka frelsi til skotvopnaeignar, reisa múr við landamæri Mexíkó og krefjast þess að Mexíkó tæki á sig kostnaðinn, og lækka skatta, einkum á fyrirtæki og tekjuhæstu hópa Bandaríkjanna. Hér má lesa úttekt Stundarinnar í heild

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár