Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsætisráðherra gaf aftur ranga mynd af efnisatriðum skýrslunnar

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir starfs­hóp­inn telja Ís­lend­inga hafa ver­ið „í far­ar­broddi“ þeg­ar kom að því að „breyta laga­lega um­hverf­inu í tengsl­um við skatta­skjól“. Raun­in er sú að í skýrsl­unni eru ís­lensk stjórn­völd gagn­rýnd fyr­ir að hafa ver­ið eft­ir­bát­ur ná­granna­ríkj­anna að ein­mitt þessu leyti.

Forsætisráðherra gaf aftur ranga mynd af efnisatriðum skýrslunnar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór öðru sinni með rangt mál um efnisatriði skýrslu starfshóps um aflandseignir Íslendinga á Alþingi á þriðjudag. Hann sagði starfshópinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu verið „í fararbroddi“ þegar kom að því að „breyta lagalega umhverfinu í tengslum við skattaskjól“. Hið rétta er að starfshópurinn gagnrýnir einmitt íslensk stjórnvöld fyrir að hafa verið eftirbátur nágrannaríkjanna að þessu leyti. Í skýrslunni er vakin athygli á því að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs hafi verið „einstakt í heiminum“ á útrásarárunum og það m.a. rakið til þess hve seint lagaumhverfinu á Íslandi var breytt. 

Í sérstökum umræðum um tafir á birtingu skýrslunnar um aflandseignir Íslendinga varpaði Bjarni Benediktsson fram þeirri spurningu hvort eitthvað í skýrslunni benti til þess að Íslendingar ættu enn eftir að „gera margt til þess að breyta lagalega umhverfinu í tengslum við skattaskjól þannig að við þrengjum enn frekar að notkun þeirra?“ Þá bætti hann við: „Er eitthvað í skýrslunni sem segir það? Það sem skýrslan segir er: Við höfum verið í fararbroddi. Við höfum gert margt. Það er hægt að velja aðrar leiðir en þá erum við farin að nálgast það að leggja blátt bann við félögum af þessum toga.“ 

Þetta er í samræmi við orð sem Bjarni lét falla á Alþingi þann 6. febrúar síðastliðinn, en þá sagði hann að það væri „ekkert sérstakt sem skýrslan bendir á að stjórnvöld hafi látið undir höfuð leggjast að gera“. Þau orð standast ekki skoðun, enda er sérstaklega fundið að því í skýrslunni að stjórnvöld hafi, á árunum fyrir hrun, hunsað ráðleggingar sérfræðinga um að innleiða svokallaða CFC-löggjöf á Íslandi. Leitt er líkum að því að með lögfestingu slíkra reglna hefði mátt koma í veg fyrir að aflandsvæðingin sem átti sér stað á útrásarárunum yrði jafn umfangsmikil og raun ber vitni.„Ólíklegt er að fjármagnsflóttinn hefði orðið eins mikill ef hér hefðu gilt sömu reglur og á hinum Norðurlöndunum,“ segir í skýrslunni þar sem sérstakur kafli er helgaður þessu umfjöllunarefni. Þá er vikið að málinu í öðrum köflum skýrslunnar og í reifun á niðurstöðum starfshópsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár