Heimildir Stundarinnar herma að kurr sé í sumum bankaráðsmönnum vegna sterkra tengsla formanns bankaráðs við lögmannsstofuna Lex. Formaðurinn, Þórunn Guðmundsdóttir, er einn eigenda lögmannsstofunnar og hefur hún starfað þar um árabil.
Þórunn var valin af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í starfið, en hann vann sjálfur á lögmannsstofunni á árunum 1999 til 2003. Hún kom inn í bankaráðið í kjölfar þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér ráðherraembætti og Ólöf Nordal sagði sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands og tók við sem innanríkisráðherra.
Í samtali við Stundina segir Þórunn það fráleitt að hún muni vanvirða lögbundna skyldu sína sem bankaráðsmaður.
Athugasemdir