Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Foreldrar og börn á hjólum í óbyggðum

Gamla reið­hjól­ið dreg­ið fram. Tölv­ur og farsím­ar fjarri. Ró­bert Mars­hall og Bryn­hild­ur Ólafs­dótt­ir hjóla um allt.

Foreldrar og börn á hjólum í óbyggðum
Fjölskyldan Róbert og Brynhildur í hjólaferð í Taílandi með börnum sínum. Mynd: Úr einkasafni.

Unglingar eiga að ráða vel við báðar þessar ferðir og þetta er ágæt leið til þess að draga þá út,“ segir Róbert Marshall, fararstjóri og þingmaður, um hjólaferðir  sem hann og Brynhildur Ólafsdóttir, fararstjóri og kona hans, fara í sumar undir merki Ferðafélags Íslands. Þau hafa áður farið með hópa um óbyggðir á reiðhjólum. Þá hafa þau verið dugleg við að fara með börn sín í hjólaferðir heima og erlendis. 

Hjólaferðirnar þykja að mörgu leyti tilvaldar til þess að foreldrar og unglingar nái saman utan áreitis tölvu og farsíma. Þá er ekki verra að þetta er ódýrt sport. Flestir eiga fjallahjól í notkun eða í geymslu sem þeir geta þá dustað rykið af. Það þarf ekki fokdýr hjól til þess að fara í fjallaleiðangur.  

„Fjallahjólin þurfa ekki að vera ný en ég ráðlegg fólki að láta yfirfara þau á verkstæði fyrir svona ferð. Það kemur oft fyrir að keðjur slitna og dekk springa og þá er gott að hafa varahluti,“ segir Róbert. 

Hjólafólk
Hjólafólk Hér er hluti af hópi Róberts og Brynhildar í óbyggðum á hjólum sínum.

Róbert segir að þau hjónin fari í tvær hjólaferðir í sumar sem fararstjórar. Annars vegar er það Laugahjólavegurinn þar sem farin er óhefðbundin leið að fjallabaki í Þórsmörk og svo áfram út úr Þórsmörkinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár