Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Foreldrar og börn á hjólum í óbyggðum

Gamla reið­hjól­ið dreg­ið fram. Tölv­ur og farsím­ar fjarri. Ró­bert Mars­hall og Bryn­hild­ur Ólafs­dótt­ir hjóla um allt.

Foreldrar og börn á hjólum í óbyggðum
Fjölskyldan Róbert og Brynhildur í hjólaferð í Taílandi með börnum sínum. Mynd: Úr einkasafni.

Unglingar eiga að ráða vel við báðar þessar ferðir og þetta er ágæt leið til þess að draga þá út,“ segir Róbert Marshall, fararstjóri og þingmaður, um hjólaferðir  sem hann og Brynhildur Ólafsdóttir, fararstjóri og kona hans, fara í sumar undir merki Ferðafélags Íslands. Þau hafa áður farið með hópa um óbyggðir á reiðhjólum. Þá hafa þau verið dugleg við að fara með börn sín í hjólaferðir heima og erlendis. 

Hjólaferðirnar þykja að mörgu leyti tilvaldar til þess að foreldrar og unglingar nái saman utan áreitis tölvu og farsíma. Þá er ekki verra að þetta er ódýrt sport. Flestir eiga fjallahjól í notkun eða í geymslu sem þeir geta þá dustað rykið af. Það þarf ekki fokdýr hjól til þess að fara í fjallaleiðangur.  

„Fjallahjólin þurfa ekki að vera ný en ég ráðlegg fólki að láta yfirfara þau á verkstæði fyrir svona ferð. Það kemur oft fyrir að keðjur slitna og dekk springa og þá er gott að hafa varahluti,“ segir Róbert. 

Hjólafólk
Hjólafólk Hér er hluti af hópi Róberts og Brynhildar í óbyggðum á hjólum sínum.

Róbert segir að þau hjónin fari í tvær hjólaferðir í sumar sem fararstjórar. Annars vegar er það Laugahjólavegurinn þar sem farin er óhefðbundin leið að fjallabaki í Þórsmörk og svo áfram út úr Þórsmörkinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár