Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flóttinn frá Íslandi: Krumpaðar paprikur

Þórð­ur Örn Arn­ar­son, sál­fræð­ing­ur og íbúi í Stokk­hólmi.

Flóttinn frá Íslandi: Krumpaðar paprikur

Það er skrýtið að flytja til Svíþjóðar. Hér gilda nefnilega alls konar „reglur“. Og það er farið eftir þeim. Það þýðir ekkert að reyna að sveigja þær. Svíarnir skilja ekki einu sinni hvað ég er að fara þegar ég reyni að útskýra að mínar aðstæður séu undanþága frá reglunni. Reglurnar eru bara svona. Tölvan segir nei.

Þegar þetta venst er mjög gott að búa hérna. Ég eyddi fyrsta árinu í að læra sænsku enda ekki gott að vinna sem sálfræðingur ótalandi. Ég fékk síðan vinnu sem „behandlings assistent“, sem er svipað starf og félagsliði. Þar var ég strax kominn með töluvert hærri laun en ég hafði sem sálfræðingur á Landspítalanum. Eftir að hafa unnið þarna í þrjá mánuði fékk ég svo vinnu sem sálfræðingur og þá á mun hærri launum en ég fékk á Íslandi þó að starfið sé í raun það sama. 

Launin eru auðvitað ekki það eina góða. Hér fáum við hjónin samanlagt 18 mánuði í fæðingarorlof. Þetta þýddi að þegar við fluttum fengum við strax 9 mánuði í fæðingarorlof fyrir dóttur okkar þar sem við höfðum bara fengið 9 mánuði fyrir hana á Íslandi. Nú eigum við tvö börn og heilan helling af orlofi. Þetta orlof nota ég síðan til að hætta fyrr í vinnunni og eyða eftirmiðdögunum með börnunum. Þar að auki tek ég fæðingarorlof kringum jól, páska og á svo kölluðum klemmudögum. Það er meira að segja þrýstingur frá leikskólanum að vera heima með börnin á þessum dögum og aldrei neitt mál að fá frí frá vinnunni. Lögum samkvæmt má ég alltaf taka 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár