Það er skrýtið að flytja til Svíþjóðar. Hér gilda nefnilega alls konar „reglur“. Og það er farið eftir þeim. Það þýðir ekkert að reyna að sveigja þær. Svíarnir skilja ekki einu sinni hvað ég er að fara þegar ég reyni að útskýra að mínar aðstæður séu undanþága frá reglunni. Reglurnar eru bara svona. Tölvan segir nei.
Þegar þetta venst er mjög gott að búa hérna. Ég eyddi fyrsta árinu í að læra sænsku enda ekki gott að vinna sem sálfræðingur ótalandi. Ég fékk síðan vinnu sem „behandlings assistent“, sem er svipað starf og félagsliði. Þar var ég strax kominn með töluvert hærri laun en ég hafði sem sálfræðingur á Landspítalanum. Eftir að hafa unnið þarna í þrjá mánuði fékk ég svo vinnu sem sálfræðingur og þá á mun hærri launum en ég fékk á Íslandi þó að starfið sé í raun það sama.
Launin eru auðvitað ekki það eina góða. Hér fáum við hjónin samanlagt 18 mánuði í fæðingarorlof. Þetta þýddi að þegar við fluttum fengum við strax 9 mánuði í fæðingarorlof fyrir dóttur okkar þar sem við höfðum bara fengið 9 mánuði fyrir hana á Íslandi. Nú eigum við tvö börn og heilan helling af orlofi. Þetta orlof nota ég síðan til að hætta fyrr í vinnunni og eyða eftirmiðdögunum með börnunum. Þar að auki tek ég fæðingarorlof kringum jól, páska og á svo kölluðum klemmudögum. Það er meira að segja þrýstingur frá leikskólanum að vera heima með börnin á þessum dögum og aldrei neitt mál að fá frí frá vinnunni. Lögum samkvæmt má ég alltaf taka
Athugasemdir