Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flóttinn frá Íslandi: „Hvern mánuð eignumst við því smátt og smátt meira í íbúðinni“

Sól­ey Kal­dal, íbúi í Kaup­manna­höfn og doktorsnemi.

Flóttinn frá Íslandi: „Hvern mánuð  eignumst við því smátt  og smátt meira í íbúðinni“

Ég hef búið í Kaupmannahöfn í rétt tæpan áratug, eða öll mín fullorðinsár. Hér keypti ég mína fyrstu íbúð, sótti mér framhaldsmenntun og eignaðist fjölskyldu. Við eigum litla íbúð hér í borg sem við greiðum 1 prósent óverðtryggða vexti af. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar aldrei, heldur lækkar jafnt og þétt við hverja greiðslu til bankans. Í hverjum mánuði eignumst við því smátt og smátt meira í íbúðinni. Vaxtagreiðslur húsnæðislána má svo telja fram í skattskýrslu og fá að hluta til endurgreiddar í formi afsláttar af tekjuskatti.

Íbúðin okkar er lítil, aðeins rúmir 50 fermetrar og tveggja herbergja, þrátt fyrir að við séum brátt fjögurra manna fjölskylda. Það er alvanalegt í stórborgum að búa smátt og það þykir bæði sjálfsagt og eðlilegt hér. Það er engin samfélagsleg pressa á stórt og íburðamikið húsnæði, heldur er þvert á móti litið jákvæðum augum á nægjusemi og hóf. Það er ódýrt að búa smátt, færri fermetrar þurfa færri húsmuni og minni orkunýtingu. 

Þétt byggð veitir líka rekstarforsendu fyrir fjölbreytta þjónustu enda er hverfið okkar, líkt og öll önnur hverfi í Kaupmannahöfn, fullkomlega „göngufært“. Það þýðir að öll grunnþjónusta er í innan við 10 mínútna göngufæri og engin þörf er á bíl fyrir vel flest fólk. Fyrir utan blokkina okkar, 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár