Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flóttamannavandi Evrópu leystur

Flótta­manna­stefna sem bygg­ir að mestu leyti á gadda­vír­um og neyð­ar­lög­um nýt­ur sí­vax­andi fylg­is í Evr­ópu.

Flóttamannavandi Evrópu leystur

Fyrir dagmál þann áttunda febrúar lögðu fjörutíu flóttamenn af stað í báti frá Tyrklandi. Þeir hófu för í ferðamannastað í Edremitflóa, frekar en á hinni betur reyndu leið frá Izmir, vegna aukins eftirlits yfirvalda með fjölförnum smyglleiðum. Bátnum hvolfdi. Ellefu börn og sextán fullorðnir drukknuðu. Á meðan þyrlur landhelgisgæslunnar sveimuðu yfir hafinu í leit að lifandi og látnum hittust Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, til að ræða hvernig herða mætti landamæragæsluna enn frekar. Á blaðamannafundi lögðu þau til í sameiningu að kalla eftir hjálp frá Nato. Þremur dögum síðar samþykkti bandalagið að senda herskip „tafarlaust“ að landamærunum milli grísku eyjanna og Tyrklands til að sinna njósnum og eftirliti. „Það eru ekki tilmæli Nato að ýta til baka flóttamannabátum eða stoppa þá,“ hafði Reuters eftir þýskum embættismanni. En taki skip Nato flóttamenn úr hafinu, þá verða þeir sendir aftur til Tyrklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár