Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flóttamannavandi Evrópu leystur

Flótta­manna­stefna sem bygg­ir að mestu leyti á gadda­vír­um og neyð­ar­lög­um nýt­ur sí­vax­andi fylg­is í Evr­ópu.

Flóttamannavandi Evrópu leystur

Fyrir dagmál þann áttunda febrúar lögðu fjörutíu flóttamenn af stað í báti frá Tyrklandi. Þeir hófu för í ferðamannastað í Edremitflóa, frekar en á hinni betur reyndu leið frá Izmir, vegna aukins eftirlits yfirvalda með fjölförnum smyglleiðum. Bátnum hvolfdi. Ellefu börn og sextán fullorðnir drukknuðu. Á meðan þyrlur landhelgisgæslunnar sveimuðu yfir hafinu í leit að lifandi og látnum hittust Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, til að ræða hvernig herða mætti landamæragæsluna enn frekar. Á blaðamannafundi lögðu þau til í sameiningu að kalla eftir hjálp frá Nato. Þremur dögum síðar samþykkti bandalagið að senda herskip „tafarlaust“ að landamærunum milli grísku eyjanna og Tyrklands til að sinna njósnum og eftirliti. „Það eru ekki tilmæli Nato að ýta til baka flóttamannabátum eða stoppa þá,“ hafði Reuters eftir þýskum embættismanni. En taki skip Nato flóttamenn úr hafinu, þá verða þeir sendir aftur til Tyrklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár