Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flóttamannavandi Evrópu leystur

Flótta­manna­stefna sem bygg­ir að mestu leyti á gadda­vír­um og neyð­ar­lög­um nýt­ur sí­vax­andi fylg­is í Evr­ópu.

Flóttamannavandi Evrópu leystur

Fyrir dagmál þann áttunda febrúar lögðu fjörutíu flóttamenn af stað í báti frá Tyrklandi. Þeir hófu för í ferðamannastað í Edremitflóa, frekar en á hinni betur reyndu leið frá Izmir, vegna aukins eftirlits yfirvalda með fjölförnum smyglleiðum. Bátnum hvolfdi. Ellefu börn og sextán fullorðnir drukknuðu. Á meðan þyrlur landhelgisgæslunnar sveimuðu yfir hafinu í leit að lifandi og látnum hittust Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, til að ræða hvernig herða mætti landamæragæsluna enn frekar. Á blaðamannafundi lögðu þau til í sameiningu að kalla eftir hjálp frá Nato. Þremur dögum síðar samþykkti bandalagið að senda herskip „tafarlaust“ að landamærunum milli grísku eyjanna og Tyrklands til að sinna njósnum og eftirliti. „Það eru ekki tilmæli Nato að ýta til baka flóttamannabátum eða stoppa þá,“ hafði Reuters eftir þýskum embættismanni. En taki skip Nato flóttamenn úr hafinu, þá verða þeir sendir aftur til Tyrklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár