Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Flóttamannavandi Evrópu leystur

Flótta­manna­stefna sem bygg­ir að mestu leyti á gadda­vír­um og neyð­ar­lög­um nýt­ur sí­vax­andi fylg­is í Evr­ópu.

Flóttamannavandi Evrópu leystur

Fyrir dagmál þann áttunda febrúar lögðu fjörutíu flóttamenn af stað í báti frá Tyrklandi. Þeir hófu för í ferðamannastað í Edremitflóa, frekar en á hinni betur reyndu leið frá Izmir, vegna aukins eftirlits yfirvalda með fjölförnum smyglleiðum. Bátnum hvolfdi. Ellefu börn og sextán fullorðnir drukknuðu. Á meðan þyrlur landhelgisgæslunnar sveimuðu yfir hafinu í leit að lifandi og látnum hittust Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, til að ræða hvernig herða mætti landamæragæsluna enn frekar. Á blaðamannafundi lögðu þau til í sameiningu að kalla eftir hjálp frá Nato. Þremur dögum síðar samþykkti bandalagið að senda herskip „tafarlaust“ að landamærunum milli grísku eyjanna og Tyrklands til að sinna njósnum og eftirliti. „Það eru ekki tilmæli Nato að ýta til baka flóttamannabátum eða stoppa þá,“ hafði Reuters eftir þýskum embættismanni. En taki skip Nato flóttamenn úr hafinu, þá verða þeir sendir aftur til Tyrklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár