Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flestir fjölmiðlar með fulltrúa í glæsilegri boðsferð WOW

Tug­ir fjöl­miðla­manna fóru í boðs­ferð WOW-air til Washingt­on um helg­ina. RÚV sendi ekki full­trúa. Var­að var við sam­bæri­leg­um ferð­um í Rann­sókn­ar­skýrslu Al­þing­is um efna­hags­hrun­ið. WOW er seg­ir að kostn­að­ur­inn hafi ver­ið greidd­ur af flug­vell­in­um.

Flestir fjölmiðlar með fulltrúa í glæsilegri boðsferð WOW
Skúli Mogensen Eigandi Wow-air í lest með blaðamönnum í boðsferð flugfélagsins um helgina. Mynd: Instagram.

Flugfélagið WOW air fór jómfrúarferð sína til Washington BWI flugvallar síðastliðinn föstudag og bauð meðal annars blaðamönnum með í för. Samkvæmt heimildum Stundarinnar samanstóð dagskráin meðal annars af kvöldskemmtun þar sem Skúli Mogensen framkvæmdastjóri WOW flutti ávarp, heimsókn í bandaríska þingið og kokteilboði hjá Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 

Fulltrúar frá flestum stærri fjölmiðlum landsins fóru í ferðina og má þar til dæmis nefna fréttamennina Þorbjörn Þórðarson og Þórhildi Þorkelsdóttur frá 365 miðlum, Mörtu Maríu Jónasdóttur blaðakonu frá Morgunblaðinu, Hörð Ægisson viðskiptaritstjóra frá DV, Eddu Hermannsdóttur aðstoðarritstjóra hjá Viðskiptablaðinu og Þórunni Elísabetu Bogadóttur aðstoðarritstjóra hjá Kjarnanum. 

Stundin sendi fyrirspurn á RÚV og spurði hvort fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefði átt fulltrúa í ferðinni. Í svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra, segir að fréttastofan hafi ekki fengið boð frá WOW og að enginn fulltrúi frá þeim væri í ferðinni. „Fréttastofan hefur haft það sem reglu síðustu ár að þiggja ekki boð í sambærilegar ferðir,“ segir Rakel jafnframt. 

Fjölmiðlakonur
Fjölmiðlakonur Þórunn Elísabet Bogadóttir aðstoðarritstjóri Kjarnans, Edda Hermannsdóttir aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og Þórhildur Þorkelsdóttir fréttakona hjá 365 miðlum.

Flugvöllurinn borgaði

„Alltaf þegar ný flugfélög koma, sérstaklega alþjóðleg, býður flugvöllurinn flugfélögum að bjóða blaðamönnum að koma í svona ferð. Svo það var flugvöllurinn sem borgaði ferðina – ekki WOW air – og skipulagði alla ferðina,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, í samtali við Stundina en WOW byrjaði að fljúga til Baltimore Washington International flugvallar síðastliðinn föstudag. 

Að sögn Svanhvítar bauð WOW öllum íslenskum fjölmiðlum í ferðina, auk dönskum, frönskum, breskum og hollenskum fjölmiðlum. Alls þáðu um þrjátíu blaðamenn boðið. Aðspurð hvort ferðinni fylgi einhver skilyrði af hálfu fjölmiðlafólks segir Svanhvít: „Nei. Þetta er bara nákvæmlega eins og þegar fjölmiðlum er boðið á blaðamannafund, þú ræður nákvæmlega hvað þú gerir með það.“

Óþarflega mikið vináttusamband

Í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 er þáttur fjölmiðla tekinn fyrir í sérstökum kafla. Niðurstaða greiningarinnar er sú að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist hlutverki sínu í aðdraganda hrunsins. Þá hafi sumir viðskiptafréttamenn vingast úr hófi fram við þá sem þeim var ætlað að fjalla um. „Að einhverju leyti stafaði þessi linkind fréttamanna gagnvart viðskiptamönnum af því að myndast hafði óþarflega mikið „vináttusamband við umfjöllunarefnið“. Þessi nánu tengsl sköpuðust sumpart með því að viðskiptafréttamenn tóku þátt í kynningarferðum þar sem „alls kyns menn úr viðskiptalífinu [...] voru með í för og það var hægt að spjalla við þá óformlega í einhverjum kokteilum“,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er haft eftir Sigmundi Erni Rúnarssyni, sem þá var yfir fréttasviði Stöðvar 2, að honum hafi ofboðið hvað sumir viðskiptafréttamenn „voru svona innviklaðir í [...] samkvæmislíf“ útrásarvíkinga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár