Samfélagsmynd Íslands er að gjörbreytast undir ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ríkisstjórn, sem með réttu má kalla óvinsælustu ríkisstjórn sögunnar, hefur með aðgerðum sínum opinberað áform sín um einkavæðingarstefnu í heilbrigðis- og menntamálum. Vegtollar vegna vegaframkvæmda hafa verið boðaðir og vopnaðir lögreglumenn verða reglulegir gestir á mannfögnuðum í sumar.
Um leið og ríkisstjórnin rekur gríðarlega aðhaldssama útgjaldastefnu fullyrða ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans að útgjöld ríkisins séu gríðarlega mikil. „Það hefur orðið veruleg aukning á raunútgjöldum til LSH á undanförnum árum og stefnt er að því að svo verði áfram,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, í viðtali við Morgunblaðið. Staðhæfingar Þorsteins samræmast alls ekki raunveruleikanum. Hin meinta hækkun Þorsteins á ríkisframlögum til Landspítalans hefur ekki átt sér stað frá árinu 2015. Þá fullyrti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í jómfrúarræðu sinni að ríkisútgjöld væru einna hæst á Íslandi. „Útgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu eru eiginlega hvergi hærri meðal þróaðra ríkja en …
Athugasemdir