Fyrirtækið Jovita Inc. í Panama lánaði eignarhaldsfélagi Jóns Ásgeirs á Íslandi, Þú Blásól ehf., tæplega 140 milljónir króna í lok ágúst árið 2008. Jón Ásgeir var eigandi Jovita og var með prókúruumboð fyrir félagið. Lánveitingin átti sér stað rúmlega einum mánuði fyrir bankahrunið á Íslandi um haustið 2008.
Þetta kemur fram í Panamaskjölunum svokölluðu og er hluti af úttekt Stundarinnar á viðskiptum Ingibjargar Pálmadóttur og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem birt er í blaðinu í dag í samvinnu við fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media ehf.
Athugasemdir