Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Farþegaflugvel fórst í góðu veðri í frönsku Ölpunum: 148 taldir af

Vef­síða flug­fé­lags­ins leg­ið niðri. Ekki er vit­að um Ís­lend­inga um borð.

Farþegaflugvel fórst í góðu veðri í frönsku Ölpunum: 148 taldir af

Talið er að 148 manns hafi farist þegar farþegaflugvél brotlenti í frönsku Ölpunum fyrir skömmu. Vélin var á leiðinni frá Barcelona til Dusseldorf og er af gerðinni Airbus A320. Brak úr vélinni hefur fundist í fjallaþorpinu Barcelonette sem er nærri slysstaðnum. Vélin fór af stað kl. 10 að staðartíma en flugmenn vélarinnar sendu út neyðarkall kl. 10:47. Vélin hvarf síðan af ratsjám kl. 11:20. 

Vélin er í eigu lággjaldaflugfélagsins Germanwings en fyrirtækið hefur enn ekki staðfest fregnir af slysinu. Vefsíða flugfélagsins hefur legið niðri í morgun en aðstandendur eru beiðnir um að fylgjast með fréttum á Twitter-síðu Germanwings.

Samkvæmt sjónarvottum voru veðurskilyrði góð þegar slysið varð. Tildrög slyssins eru enn ókunn. 

Slysstaðurinn
Slysstaðurinn

Samkvæmt frétt á Kjarnanum hefur utanríkisráðuneyti Íslands haft samband við sendiráð Íslands í Berlín og París vegna slyssins. Enn eru engar upplýsingar um það hvort Íslendingar hafi verið um borð í vélinni. 

Flugleið vélarinnar
Flugleið vélarinnar

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár