Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fannst látinn nokkrum dögum eftir banaslysið

Gam­all mað­ur, sem keyrði jeppa á ung­an pilt á bif­hjóli í Eyja­firði, fannst lát­inn á heim­ili sínu nokkr­um dög­um síð­ar. Rann­sókn slyss­ins stend­ur enn yf­ir.

Fannst látinn nokkrum dögum eftir banaslysið
Akureyrarkirkja Ungi pilturinn var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í síðasta mánuði. Mynd: Shutterstock

86 ára gamall maður, sem varð fyrir því að aka jeppabifreið sinni á 12 ára dreng á bifhjóli í Eyjafjarðarsveit með þeim afleiðingum að drengurinn lést, fannst látinn á heimili sínu nokkrum dögum síðar. 

Umferðarslysið er enn í rannsókn lögreglunnar á Akureyri. Samkvæmt fulltrúa lögreglunnar er ekki komin endanleg mynd á rannsóknina, en andlát mannsins gæti haft varanleg áhrif á það. „Það vantar ennþá inn í það. Það er svo sem ekki hægt að taka skýrslur af neinum. En við vitum nokkurn veginn hvað kom fyrir,“ segir fulltrúi lögreglunnar á vakt. 

Drengurinn ók bifhjóli á Eyjafjarðarbraut vestari, skammt sunnan Hrafnagils, þegar áreksturinn varð. 

Lögreglan hefur rannsakað andlát mannsins sem ók jeppanum. Krufning leiddi í ljós að dánarorsökin var veikindi. Kunningi hans kom að honum látnum á heimili hans í Eyjafjarðarsveit og hafði hann fengið heilablóðfall.

Lögreglan á Akureyri gat ekki gefið upp um hvort ætlunin hefði verið að fara með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár