86 ára gamall maður, sem varð fyrir því að aka jeppabifreið sinni á 12 ára dreng á bifhjóli í Eyjafjarðarsveit með þeim afleiðingum að drengurinn lést, fannst látinn á heimili sínu nokkrum dögum síðar.
Umferðarslysið er enn í rannsókn lögreglunnar á Akureyri. Samkvæmt fulltrúa lögreglunnar er ekki komin endanleg mynd á rannsóknina, en andlát mannsins gæti haft varanleg áhrif á það. „Það vantar ennþá inn í það. Það er svo sem ekki hægt að taka skýrslur af neinum. En við vitum nokkurn veginn hvað kom fyrir,“ segir fulltrúi lögreglunnar á vakt.
Drengurinn ók bifhjóli á Eyjafjarðarbraut vestari, skammt sunnan Hrafnagils, þegar áreksturinn varð.
Lögreglan hefur rannsakað andlát mannsins sem ók jeppanum. Krufning leiddi í ljós að dánarorsökin var veikindi. Kunningi hans kom að honum látnum á heimili hans í Eyjafjarðarsveit og hafði hann fengið heilablóðfall.
Lögreglan á Akureyri gat ekki gefið upp um hvort ætlunin hefði verið að fara með …
Athugasemdir