Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Færibandabrottvísun fólks er röng, vond og ábyrgðarlaus“

Þjóð­kirkjuprest­ur­inn Krist­ín Þór­unn Tóm­as­dótt­ir skaut skjóls­húsi yf­ir flótta­menn og gagn­rýn­ir nú Út­lend­inga­stofn­un.

„Færibandabrottvísun fólks er röng, vond og ábyrgðarlaus“
Kristín Þórunn Tómasdóttir Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Laugarneskirkju.

„Færibandabrottvísun fólks sem leitar eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi er röng, vond og ábyrgðarlaus og í engu samræmi við þau gildi sem við viljum byggja samfélagið okkar á. Þessu verður að breyta.“

Þetta segir séra Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju, í samtali við Stundina, en hún og Toshiki Toma, prestur innflytjenda, veittu hælisleitendunum Ali Nasir og Mejed, sem vísa átti úr landi, skjól í kirkjunni aðfaranótt þriðjudags. 

Var þetta gert með vilyrði biskupsembættisins og gripið til úrræðisins í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. Það gerði lögreglan hinsvegar ekki en myndband þar sem íslenskir lögreglumenn handtaka mennina við altarið og draga þá út með valdi hefur vakið athygli hér á landi sem og erlendis. Mennirnir hafa verið sendir til Noregs en þeir óttast að þaðan verði þeir sendir aftur til Íraks, en ríkt hefur stríðsástand í landinu um árabil.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár