Ég hitti Eystein í fyrsta skipti á sólríkum vordegi til að taka viðtal við hann – vordegi þegar náttúran er að vakna til lífsins; þegar sóleyjarnar fara að skrýða tún og ungarnir að skríða úr eggjunum.
Eysteinn sagði mér sögu sína. Hann sagði mér frá æskuárunum í Keflavík, hve hann átti góða fjölskyldu, hann sagði mér frá árunum þegar hann keppti í efstu deild í körfubolta og hann sagði mér frá áfenginu, eiturlyfjunum og reykingunum sem settu mark sitt á líf hans og örlög. Eysteinn greindist í ársbyrjun með vélindakrabbamein á lokastigi en helstu áhættuþættir eru áfengisneysla og reykingar. Eysteinn sagði mér líka frá veikindasögu sinni. Hann hafði varla borðað neitt í um hálft ár og fékk næringu í gegnum slöngu sem lá inn í magann.
Hann sagði mér auk þess stoltur frá svarta labradorhvolpinum Tuma sem var væntanlegur til hans – hann náði í símann sinn og sýndi mynd …
Athugasemdir