Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Icelandair flytur inn 150 pólska verkamenn og rukkar þá um sjöfalda húsaleigu

„Eng­in frétt í þessu,“ seg­ir formað­ur Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur sem gæta á rétt­inda meiri­hluta þeirra 150 Pól­verja sem hing­að komu til lands til starfa fyr­ir dótt­ur­fé­lag Icelanda­ir, IGS. Fram­kvæmda­stjóri IGS, Gunn­ar Ol­sen, seg­ir leig­una að­eins til að bera uppi fjár­fest­ing­ar.

Icelandair flytur inn 150 pólska verkamenn og rukkar þá um sjöfalda húsaleigu
Verkalýðsleiðtoginn í Reykjanesbæ segir málið ekkert óvanalegt Kristján Gunnarsson hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur gaf lítið fyrir spurningar blaðamanns og sagði enga frétt felast í gríðarlega hárri leigu hjá umbjóðendum sínum.

Erlendir verkamenn frá Póllandi, flestir farandverkamenn sem hingað komu til lands í apríl til þess að starfa fyrir Icelandair Ground Services, dótturfélag Icelandair, greiða 69.000 krónur fyrir 8 fermetra herbergi á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrir utan þessa átta fermetra er sameiginlegt baðherbergi og sameiginlegt eldhús auk þess sem fataskápur, rúmlega fermeter, fylgir hverju herbergi.

Leigan er tekin af launum verkamannanna enda eru eigendur fjölbýlishúsanna þeir sömu og veita þeim atvinnu.

Herbergin er að finna í tveimur fjölbýlishúsum sem IGS keypti nýverið af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, sem bandarískir hermenn bjuggu í hér á árum áður en þá voru aðeins 37 herbergi í hverju fjölbýlishúsi.

Með breytingum IGS var herbergjunum fjölgað um helming eða í 74 herbergi og eru bæði fjölbýlishúsin orðin full en samkvæmt heimildum Stundarinnar eru menn nú að skoða hvort kaupa þurfi ekki þriðja fjölbýlishúsið.

„Þetta er engin frétt,“ sagði Kristján við blaðamann. Hann sagðist hafa farið sjálfur og skoðað húsakostinn og hafi vitað til þess að leigan væri í kring um sextíu þúsund krónur fyrir herbergið.

Íslendingar greiða miklu lægri leigu á sama svæði

Aðeins nokkrum metrum frá leigja Íslendingar svipuð herbergi, í öðru fjölbýlishúsi, en þau eru töluvert stærri og leigan töluvert lægri. Þannig greiða Íslendingar 72.000 krónur fyrir 55 fermetra þar sem þeir hafa sérbaðherbergi og séreldhús. Þannig er fermetraverð Íslendinganna rúmar 1300 krónur á meðan fermetraverð erlendu verkamannanna er rúmlega 8.000 krónur. Slíkt leiguverð á fermetra, um og yfir átta þúsund krónur á fermetra, er með því hæsta sem finnst á Íslandi, ef ekki það hæsta.

Þá býðst Íslendingunum að fá húsaleigubætur vegna leigu á Ásbrú en það býðst ekki verkamönnunum vegna þess, meðal annars, að þetta eru aðeins herbergi en ekki samþykktar íbúðir.

Formaður verkalýðsfélagsins skoðaði aðstæður

Samkvæmt heimildum Stundarinnar greiða langflestir þessara verkamanna til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur en því stjórnar formaðurinn Kristján Gunnarsson. Blaðamaður Stundarinnar hafði samband við Kristján og bar undir hann háa húsaleigu en þá sagði hann málið blásið upp.

 „Við höfum eftirlit með því hvort ekki sé verið að fara eftir kjarasamningum. Hafðu bara samband við heilbrigðiseftirlitið eða Vinnueftirlitið. Þeir eru búnir að taka þetta allt út og samþykkja.“

„Þetta er engin frétt,“ sagði Kristján við blaðamann. Hann sagðist hafa farið sjálfur og skoðað húsakostinn og hafi vitað til þess að leigan væri í kring um sextíu þúsund krónur fyrir herbergið.

Sagði blaðamann vera að blása málið upp

„Þetta er ekkert að gerast í fyrsta sinn. Hingað til lands koma verkamenn sem dvelja í verbúðum og húsnæði eins og gengur og gerist. Þeir eru að vinna samkvæmt íslenskum kjarasamningum og greiða skatta hér á landi. Það sem er ekki vanalegt við þetta er að þeir eru uppi á Ásbrú,“ sagði Kristján.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár