„Það er búið að vera mikið neteinelti í gangi og ég hef alltaf reynt að svara fyrir mig á netinu. Það hefur ekki virkað. Fólk hlustar ekki. Það sér ekki tilfinningar mínar í gegnum tölvuskjáinn,“ segir Anika Lind Halldórsdóttir í samtali við Stundina. Um þar síðustu helgi setti Anika Lind inn myndband þar sem hún deilir átakanlegri reynslu sinni af höfnun, einelti, kynferðislegu ofbeldi, neyslu og sjálfsvígstilraunum. Myndbandið hefur vakið töluverða athygli en þegar þetta er skrifað hefur því verið deilt 550 sinnum. Myndbandið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Öskur á hjálp
„Ég ákvað að prófa að gera þetta myndband því ég sá að fólk í útlöndum hefur verið að gera samskonar myndbönd,“ segir Anika Lind en í myndbandinu segir hún sögu sína með því að fletta …
Athugasemdir