Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það verði forgangsmál hjá flokknum á næsta kjörtímabili að draga verulega úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir sérstökum opinberum fjárframlögum til að minnka greiðsluþátttöku sjúklinga í ríkisfjármálaáætlun til næstu fimm ára sem Bjarni lagði sjálfur fram á Alþingi í vor. Þetta staðfesti hann sjálfur í þingræðu þegar rætt var um áætlunina þann 3. maí síðastliðinn.
Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er að finna opnuviðtal við Bjarna. Þar má einnig sjá myndir af honum að sinna garðvinnu. Fram kemur í viðtalinu að á næsta kjörtímabili muni Sjálfstæðisflokkurinn leggja stóraukna áherslu á bætta samfélagsþjónustu, minni greiðsluþátttöku sjúklinga, eflingu Landspítalans og bætta heilbrigðisþjónustu með stórauknum fjárframlögum.
„Sjúklingarnir sjálfir bera um 80% kostnaðarins“
„Það sem ég á m.a. við er að 20% sjúklinga treysta sér ekki til þess að leita heilbrigðisþjónustu vegna bágrar fjárhagsstöðu; við erum með langa biðlista eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum eins og hjartaþræðingum; við erum með stefnu um að 80% kostnaðar við
Athugasemdir