Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Einar Mikael afþakkaði styrkinn: „Ég varð orðlaus þegar ég kom heim“

Töframað­ur­inn Ein­ar Mika­el, sem hef­ur gagn­rýnt lista­manna­laun harð­lega, seg­ist ekki hafa tek­ið við 550 þús­und króna mark­aðs­rann­sókn­ar­styrk sem hon­um var út­hlut­að í fyrra. Hann hætti við verk­efn­ið.

Einar Mikael afþakkaði styrkinn: „Ég varð orðlaus þegar ég kom heim“

Töframaðurinn Einar Mikael segist ekki hafa tekið á móti 550 þúsund króna markaðsrannsóknarstyrk sem honum var úthlutað í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum. Það er þó ekki hægt að segja að hann hafi afþakkað styrkinn af hugsjónaástæðum, hann sótti vissulega um styrkinn en afþakkaði þar sem hann hætti við verkefnið. Einar Mikael hefur tjáð sig mikið undanfarna daga um listamannalaun sem hann er mjög mótfallinn. Hann hefur hvatt almenning til að sniðganga rithöfunda ef þeir afsöluðu sér ekki listamannalaunum. „Það verður að segjast eins og er að ég varð orðlaus þegar ég kom heim í gær og fór yfir fréttir dagsins. Þrír íslenskir vefmiðlar höfðu birt fréttir sem samanstóðu af fullyrðingum um mig sem ekki er fótur fyrir,“ segir Einar Mikael í yfirlýsingu sinni.

Bloggarinn Agnar Kr. Þorsteinsson greindi frá því í gær á vef Stundarinnar að Einar Mikael hafi fengið 550 þúsund kr. styrk frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í fyrra til að kanna möguleika hans til útrásar í töframennsku til Bretlands. Þetta kemur fram á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar. „Kannski ætti Einar Mikael að líta í eigin barm áður en hann hvetur til þess að vinna annars fólks sé sniðgengin vegna þess að það sótti um styrki vegna vinnu sinnar. Það yrði allavega heiðarlegra heldur en að hann reyni þá list að dreifa athygli fólks í burtu frá spurningum um hvers vegna hann sé ekki samkvæmur sjálfum sér. Sjónhverfingar töframanna virka nefnilega ekki alltaf,“ skrifaði Agnar í gær.

Í kjölfar bloggfærslu Agnars birtu bæði Nútíminn og DV fréttir um styrkveitnguna. Báðir miðlar sögðu í fréttum sínum að ítrekað hafi verið reynt að ná tali af Einari Mikael án árangurs. Töframaðurinn hafnar því hins vegar í yfirlýsingu sinni. „Það var ekkert „missed call“ á símanum mínum né heldur skilaboð frá hlutaðeigandi á Facebook eða tölvupóstur. Það voru ekki gerðar tilraunir til að ná af mér tali!,“ skrifar Einar Mikael.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Listamannalaun

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár