Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Einar Mikael afþakkaði styrkinn: „Ég varð orðlaus þegar ég kom heim“

Töframað­ur­inn Ein­ar Mika­el, sem hef­ur gagn­rýnt lista­manna­laun harð­lega, seg­ist ekki hafa tek­ið við 550 þús­und króna mark­aðs­rann­sókn­ar­styrk sem hon­um var út­hlut­að í fyrra. Hann hætti við verk­efn­ið.

Einar Mikael afþakkaði styrkinn: „Ég varð orðlaus þegar ég kom heim“

Töframaðurinn Einar Mikael segist ekki hafa tekið á móti 550 þúsund króna markaðsrannsóknarstyrk sem honum var úthlutað í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum. Það er þó ekki hægt að segja að hann hafi afþakkað styrkinn af hugsjónaástæðum, hann sótti vissulega um styrkinn en afþakkaði þar sem hann hætti við verkefnið. Einar Mikael hefur tjáð sig mikið undanfarna daga um listamannalaun sem hann er mjög mótfallinn. Hann hefur hvatt almenning til að sniðganga rithöfunda ef þeir afsöluðu sér ekki listamannalaunum. „Það verður að segjast eins og er að ég varð orðlaus þegar ég kom heim í gær og fór yfir fréttir dagsins. Þrír íslenskir vefmiðlar höfðu birt fréttir sem samanstóðu af fullyrðingum um mig sem ekki er fótur fyrir,“ segir Einar Mikael í yfirlýsingu sinni.

Bloggarinn Agnar Kr. Þorsteinsson greindi frá því í gær á vef Stundarinnar að Einar Mikael hafi fengið 550 þúsund kr. styrk frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í fyrra til að kanna möguleika hans til útrásar í töframennsku til Bretlands. Þetta kemur fram á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar. „Kannski ætti Einar Mikael að líta í eigin barm áður en hann hvetur til þess að vinna annars fólks sé sniðgengin vegna þess að það sótti um styrki vegna vinnu sinnar. Það yrði allavega heiðarlegra heldur en að hann reyni þá list að dreifa athygli fólks í burtu frá spurningum um hvers vegna hann sé ekki samkvæmur sjálfum sér. Sjónhverfingar töframanna virka nefnilega ekki alltaf,“ skrifaði Agnar í gær.

Í kjölfar bloggfærslu Agnars birtu bæði Nútíminn og DV fréttir um styrkveitnguna. Báðir miðlar sögðu í fréttum sínum að ítrekað hafi verið reynt að ná tali af Einari Mikael án árangurs. Töframaðurinn hafnar því hins vegar í yfirlýsingu sinni. „Það var ekkert „missed call“ á símanum mínum né heldur skilaboð frá hlutaðeigandi á Facebook eða tölvupóstur. Það voru ekki gerðar tilraunir til að ná af mér tali!,“ skrifar Einar Mikael.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Listamannalaun

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár