Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Eigandi gistihúss ósáttur við lokun lögreglu: „Talaðu bara við einhvern annan en mig“

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu grein­ir frá lok­un gisti­heim­il­is á Bræðra­borg­ar­stíg á Face­book síðu sinni og deil­ir reynslu­sögu Íra sem seg­ist ósátt­ur við við­brögð AR Gu­est­hou­se.

Eigandi gistihúss ósáttur við lokun lögreglu: „Talaðu bara við einhvern annan en mig“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook-síðunni að gistiheimilinu AR Guesthouse hafi verið lokað í þriðja skiptið. Að vísu nafngreindi lögreglan ekki gistiheimilið en ljóst er að um er að ræða AR Guesthouse sem er til húsa við Bræðraborgarstíg 3.

„Í byrjun vikunnar lokaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gistiheimili sem starfrækt var án rekstrarleyfis. Þetta var þriðja skiptið sem þessu sama gistiheimili var lokað vegna þessa. Við minnum á í þeim tilvikum þar sem sala á gistirými á sér stað, er slíkur rekstur leyfisskyldur. Ef leyfi vantar getur lögreglan neyðst til að grípa til lokunar án fyrirvara. Allar upplýsingar um hvernig má sækja um slík leyfi er að fá hjá sýslumönnum,“ skrifaði lögreglan á Facebook-síðu sinni.

Með færslunni deildi lögreglan sjáskoti af vefsíðu TripAdvisor þar sem Hugh nokkur frá Írlandi lýsir því hvernig honum hefði verið vísað á dyr vegna lokunar lögreglu. „Okkur, ásamt öllum öðrum, var sagt að taka saman föggur okkar og fara. Þetta var það seinasta sem við vildum heyra áður en við færum í allan dag í ferð. Í dag er ég enn að bíða eftir endurgreiðslu fyrir fjórar nætur og AR hefur ekki enn haft samband til að endurgreiða mér,“ skrifar Hugh frá Írlandi

 

„Ég hef ekkert um þetta að segja, það er arkitekt og lögfræðingur að vinna í þessu.“

Stundin hafði samband við AR gistihús og ræddi við eiganda gistihússins, Heiðar Reynisson. „Þetta er ekkert flókið, það er búið að úthluta þessu húsnæði gistiheimilisleyfi og svo bara vilja þeir ekki uppfylla það. Ég hef ekkert um þetta að segja, það er arkitekt og lögfræðingur að vinna í þessu. Talaðu bara við einhvern annan en mig,“ segir Heiðar. Hann skellti á áður en blaðamaður gat spurt hann um hvort hann myndi endurgreiða Hugh.

Bræðraborgarstígur er í eigu HD verk ehf, sem er svo aftur í eigu eiginkonu Heiðars, Brynhildar Stefánsdóttur. Á heimasíðu AR Guesthouse er sérstaklega tekið fram að gistiheimilið hafi öllu tilskyld leyfi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár