Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eigandi gistihúss ósáttur við lokun lögreglu: „Talaðu bara við einhvern annan en mig“

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu grein­ir frá lok­un gisti­heim­il­is á Bræðra­borg­ar­stíg á Face­book síðu sinni og deil­ir reynslu­sögu Íra sem seg­ist ósátt­ur við við­brögð AR Gu­est­hou­se.

Eigandi gistihúss ósáttur við lokun lögreglu: „Talaðu bara við einhvern annan en mig“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook-síðunni að gistiheimilinu AR Guesthouse hafi verið lokað í þriðja skiptið. Að vísu nafngreindi lögreglan ekki gistiheimilið en ljóst er að um er að ræða AR Guesthouse sem er til húsa við Bræðraborgarstíg 3.

„Í byrjun vikunnar lokaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gistiheimili sem starfrækt var án rekstrarleyfis. Þetta var þriðja skiptið sem þessu sama gistiheimili var lokað vegna þessa. Við minnum á í þeim tilvikum þar sem sala á gistirými á sér stað, er slíkur rekstur leyfisskyldur. Ef leyfi vantar getur lögreglan neyðst til að grípa til lokunar án fyrirvara. Allar upplýsingar um hvernig má sækja um slík leyfi er að fá hjá sýslumönnum,“ skrifaði lögreglan á Facebook-síðu sinni.

Með færslunni deildi lögreglan sjáskoti af vefsíðu TripAdvisor þar sem Hugh nokkur frá Írlandi lýsir því hvernig honum hefði verið vísað á dyr vegna lokunar lögreglu. „Okkur, ásamt öllum öðrum, var sagt að taka saman föggur okkar og fara. Þetta var það seinasta sem við vildum heyra áður en við færum í allan dag í ferð. Í dag er ég enn að bíða eftir endurgreiðslu fyrir fjórar nætur og AR hefur ekki enn haft samband til að endurgreiða mér,“ skrifar Hugh frá Írlandi

 

„Ég hef ekkert um þetta að segja, það er arkitekt og lögfræðingur að vinna í þessu.“

Stundin hafði samband við AR gistihús og ræddi við eiganda gistihússins, Heiðar Reynisson. „Þetta er ekkert flókið, það er búið að úthluta þessu húsnæði gistiheimilisleyfi og svo bara vilja þeir ekki uppfylla það. Ég hef ekkert um þetta að segja, það er arkitekt og lögfræðingur að vinna í þessu. Talaðu bara við einhvern annan en mig,“ segir Heiðar. Hann skellti á áður en blaðamaður gat spurt hann um hvort hann myndi endurgreiða Hugh.

Bræðraborgarstígur er í eigu HD verk ehf, sem er svo aftur í eigu eiginkonu Heiðars, Brynhildar Stefánsdóttur. Á heimasíðu AR Guesthouse er sérstaklega tekið fram að gistiheimilið hafi öllu tilskyld leyfi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár