Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eigandi gistihúss ósáttur við lokun lögreglu: „Talaðu bara við einhvern annan en mig“

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu grein­ir frá lok­un gisti­heim­il­is á Bræðra­borg­ar­stíg á Face­book síðu sinni og deil­ir reynslu­sögu Íra sem seg­ist ósátt­ur við við­brögð AR Gu­est­hou­se.

Eigandi gistihúss ósáttur við lokun lögreglu: „Talaðu bara við einhvern annan en mig“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook-síðunni að gistiheimilinu AR Guesthouse hafi verið lokað í þriðja skiptið. Að vísu nafngreindi lögreglan ekki gistiheimilið en ljóst er að um er að ræða AR Guesthouse sem er til húsa við Bræðraborgarstíg 3.

„Í byrjun vikunnar lokaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gistiheimili sem starfrækt var án rekstrarleyfis. Þetta var þriðja skiptið sem þessu sama gistiheimili var lokað vegna þessa. Við minnum á í þeim tilvikum þar sem sala á gistirými á sér stað, er slíkur rekstur leyfisskyldur. Ef leyfi vantar getur lögreglan neyðst til að grípa til lokunar án fyrirvara. Allar upplýsingar um hvernig má sækja um slík leyfi er að fá hjá sýslumönnum,“ skrifaði lögreglan á Facebook-síðu sinni.

Með færslunni deildi lögreglan sjáskoti af vefsíðu TripAdvisor þar sem Hugh nokkur frá Írlandi lýsir því hvernig honum hefði verið vísað á dyr vegna lokunar lögreglu. „Okkur, ásamt öllum öðrum, var sagt að taka saman föggur okkar og fara. Þetta var það seinasta sem við vildum heyra áður en við færum í allan dag í ferð. Í dag er ég enn að bíða eftir endurgreiðslu fyrir fjórar nætur og AR hefur ekki enn haft samband til að endurgreiða mér,“ skrifar Hugh frá Írlandi

 

„Ég hef ekkert um þetta að segja, það er arkitekt og lögfræðingur að vinna í þessu.“

Stundin hafði samband við AR gistihús og ræddi við eiganda gistihússins, Heiðar Reynisson. „Þetta er ekkert flókið, það er búið að úthluta þessu húsnæði gistiheimilisleyfi og svo bara vilja þeir ekki uppfylla það. Ég hef ekkert um þetta að segja, það er arkitekt og lögfræðingur að vinna í þessu. Talaðu bara við einhvern annan en mig,“ segir Heiðar. Hann skellti á áður en blaðamaður gat spurt hann um hvort hann myndi endurgreiða Hugh.

Bræðraborgarstígur er í eigu HD verk ehf, sem er svo aftur í eigu eiginkonu Heiðars, Brynhildar Stefánsdóttur. Á heimasíðu AR Guesthouse er sérstaklega tekið fram að gistiheimilið hafi öllu tilskyld leyfi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu