Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eigandi gistihúss ósáttur við lokun lögreglu: „Talaðu bara við einhvern annan en mig“

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu grein­ir frá lok­un gisti­heim­il­is á Bræðra­borg­ar­stíg á Face­book síðu sinni og deil­ir reynslu­sögu Íra sem seg­ist ósátt­ur við við­brögð AR Gu­est­hou­se.

Eigandi gistihúss ósáttur við lokun lögreglu: „Talaðu bara við einhvern annan en mig“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook-síðunni að gistiheimilinu AR Guesthouse hafi verið lokað í þriðja skiptið. Að vísu nafngreindi lögreglan ekki gistiheimilið en ljóst er að um er að ræða AR Guesthouse sem er til húsa við Bræðraborgarstíg 3.

„Í byrjun vikunnar lokaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gistiheimili sem starfrækt var án rekstrarleyfis. Þetta var þriðja skiptið sem þessu sama gistiheimili var lokað vegna þessa. Við minnum á í þeim tilvikum þar sem sala á gistirými á sér stað, er slíkur rekstur leyfisskyldur. Ef leyfi vantar getur lögreglan neyðst til að grípa til lokunar án fyrirvara. Allar upplýsingar um hvernig má sækja um slík leyfi er að fá hjá sýslumönnum,“ skrifaði lögreglan á Facebook-síðu sinni.

Með færslunni deildi lögreglan sjáskoti af vefsíðu TripAdvisor þar sem Hugh nokkur frá Írlandi lýsir því hvernig honum hefði verið vísað á dyr vegna lokunar lögreglu. „Okkur, ásamt öllum öðrum, var sagt að taka saman föggur okkar og fara. Þetta var það seinasta sem við vildum heyra áður en við færum í allan dag í ferð. Í dag er ég enn að bíða eftir endurgreiðslu fyrir fjórar nætur og AR hefur ekki enn haft samband til að endurgreiða mér,“ skrifar Hugh frá Írlandi

 

„Ég hef ekkert um þetta að segja, það er arkitekt og lögfræðingur að vinna í þessu.“

Stundin hafði samband við AR gistihús og ræddi við eiganda gistihússins, Heiðar Reynisson. „Þetta er ekkert flókið, það er búið að úthluta þessu húsnæði gistiheimilisleyfi og svo bara vilja þeir ekki uppfylla það. Ég hef ekkert um þetta að segja, það er arkitekt og lögfræðingur að vinna í þessu. Talaðu bara við einhvern annan en mig,“ segir Heiðar. Hann skellti á áður en blaðamaður gat spurt hann um hvort hann myndi endurgreiða Hugh.

Bræðraborgarstígur er í eigu HD verk ehf, sem er svo aftur í eigu eiginkonu Heiðars, Brynhildar Stefánsdóttur. Á heimasíðu AR Guesthouse er sérstaklega tekið fram að gistiheimilið hafi öllu tilskyld leyfi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár